Erlent

Þungir dómar fyrir leigumorð í Noregi

Birgir Olgeirsson skrifar
Í niðurstöðu dómsins kemur fram að morðið hafi verið hrein og klár aftaka sem var skipulögð af mönnunum fjórum.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram að morðið hafi verið hrein og klár aftaka sem var skipulögð af mönnunum fjórum. Vísir/Getty
Fjórir menn hlutu þunga dóma í Noregi í dag vegna Aqwwl Shahzad sem var skotinn til bana af leigumorðingja við bensínstöð nærri at Ensjø-lestarstöðinni í Osló árið 2012.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að morðið hafi verið hrein og klár aftaka sem var skipulögð af mönnunum fjórum.

Sá sem hlaut þyngsta dóminn heitir Zulqurnain Zahoor, 31 árs, en hann var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Portúgali var þar að auki dæmdur til 11 ára fangelsisvistar fyrir að hafa skotið Shahzad til bana en hann var sýknaður af ákæru um að hafa reynt að myrða vin Shahzad sem sat í bíl fyrir utan bensínstöðina.

Tveir til viðbótar voru svo dæmdir til 13 og 16 ára fangelsisvistar fyrir að hafa komið að því að skipuleggja morðið.

Greint er frá því á vef norska dagblaðsins VG að lögreglan taldi morðið hafa verið þaulskipulagt og að þeir sem stóðu að baki hefðu lagt gildru fyrir Shahzad.

Portúgalinn sagðist hafa verið í mikilli skuld við Zahoor vegna fíkniefnaneyslu og sagðist hafa tekið boðinu um að myrða Shahzad gegn greiðslu til að geta greitt upp skuld sína. Portúgalinn benti ítrekað á Zahoor og sagði hann höfuðpaurinn í málinu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu fimm til sex þúsund evrur fyrir morðið, en það eru um 614 þúsund til 737 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag.

Dómarinn spurði hvort hann hefði náð að greiða upp skuldina með morðinu, en Portúgalinn svaraði því að hann hefði skuldað Zahoor um 15 til 20 þúsund evrur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×