Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Valur 0-2 | Valur tveimur stigum frá toppnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. júní 2018 21:45 Valsmenn eru að rétta úr kútnum. vísir/pjetur Valur vann sannfærandi sigur á Fjölni í sjöundu umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Vals á Extra vellinum síðan árið 2008. Heimamenn voru sterkari í upphafi og áttu Íslandsmeistararnir varla færi í leiknum þar til á 20. mínútu þegar Patrick Pedersen setti boltann framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Eftir markið var eins og allur kraftur færi úr liði Fjölnis og Valsmenn komust betur inn í leikinn. Í seinni hálfleik áttu Fjölnismenn erfitt með að tengja fleiri en tvær sendingar saman á milli manna og Valur réði lögum og lofum inni á vellinum. Snemma í seinni hálfleik átti Guðmundur Karl Guðmundsson glórulaust innkast beint á Patrick Pedersen. Hann sendi boltann inn á Kristinn Frey Sigurðsson sem snéri boltann glæsilega í markið upp við fjærstöngina. Undir lok leiksins náðu Fjölnismenn aðeins að sækja en þeir virkuðu aldrei líklegir til þess að ná að koma til baka og Valur vann fyllilega verðskuldaðan 2-0 sigur.Afhverju vann Valur? Íslandsmeistararnir voru miklu sterkari bróðurpart leiksins. Þrátt fyrir að hafa gengið nokkuð brösulega í upphafi móts hurfu gæði Valsliðsins ekki og í kvöld sýndu þeir að þetta er meistaralið. Þá hjálpaði til að Fjölnisliðið átti slæman dag í dag. Almarr Ormarsson sem hefur verið frábær undanfarið sást varla í leiknum. Tóninn var í raun settur í upphafi þegar Birnir Snær Ingason, sem skilar oftast frábærum sendingum, átti þrjár ferlegar hornspyrnur í upphafi leiks.Hverjir stóðu upp úr? Daninn Patrick Pedersen var maður þessa leiks. Hann skoraði flott mark sem breytti leiknum, alltaf þegar hann fékk boltann inni í teig var hann hinn rólegasti og hann steig varla feilspor. Þá var Kristinn Freyr Sigurðsson mjög sprækur þegar hann var inni á vellinum. Í liði Fjölnis var enginn sem átti neitt sérstakan leik. Þórður Ingason varði nokkrum sinnum ágætlega en hann bauð ekki upp á neina framúrskarandi frammistöðu.Hvað gekk illa? Í seinni hálfleik gekk flest allt spil illa hjá Fjölni. Þeir náðu ekki að skapa sér nein færi fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins og litu alls ekki vel út.Hvað gerist næst? Valur tekur á móti KA á laugardaginn á Hlíðarenda. Fjölnir fer í Garðabæinn næstkomandi sunnudag og mætir heimamönnum í Stjörnunni.Úr leiknum í kvöld.vísir/pjeturBjössi Hreiðars: Nokkuð öruggt í seinni hálfleik „Við ætluðum að koma hérna í dag og vinna leikinn. Við gerðum það, gerðum það sem gera þurfti og eftir smá brösulega byrjun fannst mér seinni hálfleikurinn vera vel spilaður af okkar hálfu,“ sagði Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, að leik loknum. „Mörk breyta leikjum og það verður alltaf þægilegra þegar þú ert kominn yfir, þá getur maður njörvað niður og nýtt svo hættulega menn. Við gerðum það og bættum hérna við ansi góðu marki sem Kiddi skoraði. Þá leið manni nokkuð vel og allan seinni hálfleikinn fannst mér þetta vera nokkuð öruggt.“ Eftir nokkuð brösuga byrjun á Íslandsmótinu eru Valsmenn að lifna við og eru nú tveimur stigum frá Grindavík á toppi deildarinnar. „Okkur hefur ekki gengið vel hérna undanfarin ár, við undirbjuggum okkur vel fyrir þetta. Síðustu leikir, þeir skipta engu máli. Við vitum hvað við getum og hvað við þurfum til að ná því fram. Við erum að reyna að vinna í því og mér fannst þetta góður liðssigur í dag,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson.Ólafur Páll Snorrasonvísir/báraÓli Palli: Vorum andlausir og viljalausir „Við spiluðum fyrri hálfleikinn að mestu leiti mjög vel, mjög ánægður með það, en þú getur ekki gefið tvö mörk á móti þessu liði, þá tapar þú leiknum. Það er ekkert flókið,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, í leikslok. „Við áttum aldrei séns, um leið og við löbbuðum út í seinni hálfleikinn, svo það er svolítið svekkjandi.“ Kann Ólafur skýringu á því afhverju hans menn gerðu sig ekki líklega? „Við vorum bara andlausir og viljalausir og allt saman. Það er það sorglega við það. Við sýndum engan karakter í að reyna að snúa leiknum við og höfðum engan áhuga á að vinna leikinn.“ „Við þurfum að reyna að ná að tengja saman fleirri vel spilaðar mínútur. Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn en við þurfum að gera eitthvað meira ef við ætlum okkur eitthvað betra,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.Haukur Páll Sigurðsson er fyrirliði Valsvísir/pjeturHaukur Páll: Eigum við ekki að segja sanngjarn sigur? „Þetta var frábær sigur á móti góðu Fjölnisliði. Við vorum þéttir til baka og ætluðum að koma inn í þennan leik og halda markinu hreinu því við vitum að við fáum alltaf okkar færi í leikjum. Skorum tvö flott mörk og frábært að koma hingað upp í Grafarvog og taka þrjú stig,“ sagði fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson. „Mér fannst þetta heilt yfir hörkuleikur. Þeir byrjuðu sterkari en við vorum þéttir til baka. Þegar við komumst í tvö núll þá siglum við þessu heim og jú, eigum við ekki að segja bara sanngjarn sigur.“ „Við vitum það alveg að það var smá hiksti í byrjun. Ég held það viti allir að við getum stjórnað fótboltaleikjum en við þurfum samt að hafa fyrir því og leggja ákveðna grunnvinnu í það. Ef við gerum það þá erum við flottir,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla
Valur vann sannfærandi sigur á Fjölni í sjöundu umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Vals á Extra vellinum síðan árið 2008. Heimamenn voru sterkari í upphafi og áttu Íslandsmeistararnir varla færi í leiknum þar til á 20. mínútu þegar Patrick Pedersen setti boltann framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Eftir markið var eins og allur kraftur færi úr liði Fjölnis og Valsmenn komust betur inn í leikinn. Í seinni hálfleik áttu Fjölnismenn erfitt með að tengja fleiri en tvær sendingar saman á milli manna og Valur réði lögum og lofum inni á vellinum. Snemma í seinni hálfleik átti Guðmundur Karl Guðmundsson glórulaust innkast beint á Patrick Pedersen. Hann sendi boltann inn á Kristinn Frey Sigurðsson sem snéri boltann glæsilega í markið upp við fjærstöngina. Undir lok leiksins náðu Fjölnismenn aðeins að sækja en þeir virkuðu aldrei líklegir til þess að ná að koma til baka og Valur vann fyllilega verðskuldaðan 2-0 sigur.Afhverju vann Valur? Íslandsmeistararnir voru miklu sterkari bróðurpart leiksins. Þrátt fyrir að hafa gengið nokkuð brösulega í upphafi móts hurfu gæði Valsliðsins ekki og í kvöld sýndu þeir að þetta er meistaralið. Þá hjálpaði til að Fjölnisliðið átti slæman dag í dag. Almarr Ormarsson sem hefur verið frábær undanfarið sást varla í leiknum. Tóninn var í raun settur í upphafi þegar Birnir Snær Ingason, sem skilar oftast frábærum sendingum, átti þrjár ferlegar hornspyrnur í upphafi leiks.Hverjir stóðu upp úr? Daninn Patrick Pedersen var maður þessa leiks. Hann skoraði flott mark sem breytti leiknum, alltaf þegar hann fékk boltann inni í teig var hann hinn rólegasti og hann steig varla feilspor. Þá var Kristinn Freyr Sigurðsson mjög sprækur þegar hann var inni á vellinum. Í liði Fjölnis var enginn sem átti neitt sérstakan leik. Þórður Ingason varði nokkrum sinnum ágætlega en hann bauð ekki upp á neina framúrskarandi frammistöðu.Hvað gekk illa? Í seinni hálfleik gekk flest allt spil illa hjá Fjölni. Þeir náðu ekki að skapa sér nein færi fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins og litu alls ekki vel út.Hvað gerist næst? Valur tekur á móti KA á laugardaginn á Hlíðarenda. Fjölnir fer í Garðabæinn næstkomandi sunnudag og mætir heimamönnum í Stjörnunni.Úr leiknum í kvöld.vísir/pjeturBjössi Hreiðars: Nokkuð öruggt í seinni hálfleik „Við ætluðum að koma hérna í dag og vinna leikinn. Við gerðum það, gerðum það sem gera þurfti og eftir smá brösulega byrjun fannst mér seinni hálfleikurinn vera vel spilaður af okkar hálfu,“ sagði Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, að leik loknum. „Mörk breyta leikjum og það verður alltaf þægilegra þegar þú ert kominn yfir, þá getur maður njörvað niður og nýtt svo hættulega menn. Við gerðum það og bættum hérna við ansi góðu marki sem Kiddi skoraði. Þá leið manni nokkuð vel og allan seinni hálfleikinn fannst mér þetta vera nokkuð öruggt.“ Eftir nokkuð brösuga byrjun á Íslandsmótinu eru Valsmenn að lifna við og eru nú tveimur stigum frá Grindavík á toppi deildarinnar. „Okkur hefur ekki gengið vel hérna undanfarin ár, við undirbjuggum okkur vel fyrir þetta. Síðustu leikir, þeir skipta engu máli. Við vitum hvað við getum og hvað við þurfum til að ná því fram. Við erum að reyna að vinna í því og mér fannst þetta góður liðssigur í dag,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson.Ólafur Páll Snorrasonvísir/báraÓli Palli: Vorum andlausir og viljalausir „Við spiluðum fyrri hálfleikinn að mestu leiti mjög vel, mjög ánægður með það, en þú getur ekki gefið tvö mörk á móti þessu liði, þá tapar þú leiknum. Það er ekkert flókið,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, í leikslok. „Við áttum aldrei séns, um leið og við löbbuðum út í seinni hálfleikinn, svo það er svolítið svekkjandi.“ Kann Ólafur skýringu á því afhverju hans menn gerðu sig ekki líklega? „Við vorum bara andlausir og viljalausir og allt saman. Það er það sorglega við það. Við sýndum engan karakter í að reyna að snúa leiknum við og höfðum engan áhuga á að vinna leikinn.“ „Við þurfum að reyna að ná að tengja saman fleirri vel spilaðar mínútur. Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn en við þurfum að gera eitthvað meira ef við ætlum okkur eitthvað betra,“ sagði Ólafur Páll Snorrason.Haukur Páll Sigurðsson er fyrirliði Valsvísir/pjeturHaukur Páll: Eigum við ekki að segja sanngjarn sigur? „Þetta var frábær sigur á móti góðu Fjölnisliði. Við vorum þéttir til baka og ætluðum að koma inn í þennan leik og halda markinu hreinu því við vitum að við fáum alltaf okkar færi í leikjum. Skorum tvö flott mörk og frábært að koma hingað upp í Grafarvog og taka þrjú stig,“ sagði fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson. „Mér fannst þetta heilt yfir hörkuleikur. Þeir byrjuðu sterkari en við vorum þéttir til baka. Þegar við komumst í tvö núll þá siglum við þessu heim og jú, eigum við ekki að segja bara sanngjarn sigur.“ „Við vitum það alveg að það var smá hiksti í byrjun. Ég held það viti allir að við getum stjórnað fótboltaleikjum en við þurfum samt að hafa fyrir því og leggja ákveðna grunnvinnu í það. Ef við gerum það þá erum við flottir,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti