Trump fellur um 222 sæti á lista yfir þá ríkustu í heimi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. mars 2018 16:26 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið um 222 sæti á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Trump var metinn á 3,5 milljarða Bandaríkjadala í fyrra, eða tæpa 348 milljarða íslenskra króna, en samkvæmt nýjustu mælingum hefur virði forsetans dalað og mælist nú 3,1 milljarðar dala eða um 308 milljarðar íslenskra króna. Í mati Forbes segir að samdráttinn í viðskiptaveldi Trumps megi að stórum hluta rekja til lækkana á fasteignaverði miðsvæðis í New York auk þess sem golfvellir hans hafa þénað minna en áður. Stofnandi netrisans Amazon, Jeff Bezos, trónar á toppi Forbes-listans en hann auðgaðist um 73 milljarða dala á árinu. Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft situr í öðru sæti og fjárfestirinn Warren Buffet í því þriðja. „Hin ofurríku halda áfram að verða ríkari, og stækka bilið á milli sín og allra hinna,“ segir í yfirlýsingu um listann frá Luisu Kroll og Kerry Dolan frá Forbes Media. Lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi má nálgast í heild sinni hér. Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Trump ræður kosningastjóra fyrir endurkjör árið 2020 Brad Parscale, sem hafði yfirumsjón með stafrænu efni á vegum kosningaherferðar Trumps árið 2016, hefur verið ráðinn kosningastjóri. 27. febrúar 2018 16:24 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallið um 222 sæti á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Trump var metinn á 3,5 milljarða Bandaríkjadala í fyrra, eða tæpa 348 milljarða íslenskra króna, en samkvæmt nýjustu mælingum hefur virði forsetans dalað og mælist nú 3,1 milljarðar dala eða um 308 milljarðar íslenskra króna. Í mati Forbes segir að samdráttinn í viðskiptaveldi Trumps megi að stórum hluta rekja til lækkana á fasteignaverði miðsvæðis í New York auk þess sem golfvellir hans hafa þénað minna en áður. Stofnandi netrisans Amazon, Jeff Bezos, trónar á toppi Forbes-listans en hann auðgaðist um 73 milljarða dala á árinu. Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft situr í öðru sæti og fjárfestirinn Warren Buffet í því þriðja. „Hin ofurríku halda áfram að verða ríkari, og stækka bilið á milli sín og allra hinna,“ segir í yfirlýsingu um listann frá Luisu Kroll og Kerry Dolan frá Forbes Media. Lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi má nálgast í heild sinni hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Trump ræður kosningastjóra fyrir endurkjör árið 2020 Brad Parscale, sem hafði yfirumsjón með stafrænu efni á vegum kosningaherferðar Trumps árið 2016, hefur verið ráðinn kosningastjóri. 27. febrúar 2018 16:24 Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05
Trump ræður kosningastjóra fyrir endurkjör árið 2020 Brad Parscale, sem hafði yfirumsjón með stafrænu efni á vegum kosningaherferðar Trumps árið 2016, hefur verið ráðinn kosningastjóri. 27. febrúar 2018 16:24
Trump skellir háum tollum á innflutt ál og stál Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að á næstu dögum muni hann samþykkja töluverða hækkun á tollum á innfluttu stáli og áli. Samflokksmenn hanns óttast viðbrögð erlendra ríkja við ákvörðuninni. 1. mars 2018 18:20