Lenti á öðrum hreyflinum í Goose Bay eftir að bilun kom upp Gissur Sigurðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. mars 2018 12:39 Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. Vélin var á leiðinni til Denver frá Keflavík en þegar flugmenn sáu vísbendingar um bilun, var þegar ákveðið að lenda á næsta velli, sem var Goose Bay. Flugmennirnir drápu á öðrum hreyflinum fyrir lendingu, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi orðið hættuástand um borð. „Nei, þetta gekk í rauninni allt saman í samræmi við áætlanir og vinnufyrirkomulag. Það eru ekki aðstæður til viðgerðar í Goose Bay, hvorki eru þar flugvirkjar eða varahlutir fyrir okkar vélar þannig að farþegum var komið fyrir í gistingu í nótt og ákveðið að senda aðra vél,“ segir Guðjón. Hann segir ekki vitað hversu alvarleg bilunin er. „Ég held reyndar að hún sé ekki mjög alvarleg þannig að við gerum ráð fyrir að vélin fljúgi hingað heim von bráðar.“ Farþegarnir sem gistu í Goose Bay fljúga til Denver í dag með vél Icelandair sem kemur með varahlutina. Aðspurður hvort það sé aðstaða á vellinum í Denver til að taka vélina inn í skýli og þess háttar segir Guðjón: „Þetta er þokkalega stór flugvöllur en hann er fyrst og fremst hernaðarmannvirki og reyndar oft notaður þegar þarf að taka eldsneyti í miklum mótvindi og þess háttar. Aðstæður þarna eru alveg þokkalegar en þetta er ekki stórborg, þetta er smábær.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. Vélin var á leiðinni til Denver frá Keflavík en þegar flugmenn sáu vísbendingar um bilun, var þegar ákveðið að lenda á næsta velli, sem var Goose Bay. Flugmennirnir drápu á öðrum hreyflinum fyrir lendingu, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi orðið hættuástand um borð. „Nei, þetta gekk í rauninni allt saman í samræmi við áætlanir og vinnufyrirkomulag. Það eru ekki aðstæður til viðgerðar í Goose Bay, hvorki eru þar flugvirkjar eða varahlutir fyrir okkar vélar þannig að farþegum var komið fyrir í gistingu í nótt og ákveðið að senda aðra vél,“ segir Guðjón. Hann segir ekki vitað hversu alvarleg bilunin er. „Ég held reyndar að hún sé ekki mjög alvarleg þannig að við gerum ráð fyrir að vélin fljúgi hingað heim von bráðar.“ Farþegarnir sem gistu í Goose Bay fljúga til Denver í dag með vél Icelandair sem kemur með varahlutina. Aðspurður hvort það sé aðstaða á vellinum í Denver til að taka vélina inn í skýli og þess háttar segir Guðjón: „Þetta er þokkalega stór flugvöllur en hann er fyrst og fremst hernaðarmannvirki og reyndar oft notaður þegar þarf að taka eldsneyti í miklum mótvindi og þess háttar. Aðstæður þarna eru alveg þokkalegar en þetta er ekki stórborg, þetta er smábær.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46