Gyðingar fresta ferðum til Íslands Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2018 10:33 Aðilum innan ferðaþjónustunnar hafa borist bréf frá Gyðingum sem eru hneykslaðir á umskurðsfrumvarpinu og hóta aðgerðum gegn ferðaþjónustu á Íslandi. Jón Gunnar Benjamínsson, sem á og rekur ferðaþjónustuna Iceland Unlimited, vakti athygli á bréfi sem honum barst frá gyðingi í gærkvöldi í Facebookhópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar. „Hér er sármóðgaður einstaklingur af gyðingaætt, að hætta við að bóka „self-drive“ ferð með okkur vegna tilvonandi frumvarps um bann við umskurði sveinbarna, ásamt því jafnframt að hóta því að breiða út sitt “fagnaðar”erindi til vina og vandamanna,“ skrifar Jón Gunnar.Bréfritari hótar því að ef frumvarpið verði að lögum muni hann beita sér gegn ferðamennsku á Íslandi.Hann birtir bréfið og spyr hvort fleirum í ferðaþjónustunni hafi borist bréf af svipuðum toga? Víst er að hið umdeilda mál hefur vakið verulega athygli utan landsteina. Bréfritari segir að sér sé brugðið, hann sé hneykslaður. Hann hafa verið kominn á fremsta hlunn með að panta sér ferð til Íslands. En þá frétti hann af umskurðsfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og ákvað snarlega að fresta ferð til Íslands. Hann vildi sjá hvernig alþingi Íslendinga myndi afgreiða málið.Ætlar að beita sér gegn ferðaþjónustu á Íslandi Óbeinar hótanir má svo finna í bréfinu, en bréfritari segir að ef það fari svo að bann verði lagt við umskurð á drengjum á Íslandi muni hann beita sér fyrir því, meðal annars í hinu stóra gyðingasamfélagi á Bostonsvæðinu, að menn fari aldrei til Íslands. Bakland ferðaþjónustunnar er Facebookhópur þar sem ýmsir í ferðaþjónustunni koma saman og ráða ráðum sínum. Viðbrögðin við erindi Jóns Gunnars heldur á eina leið. Fordæming á þessu erindi; mönnum blöskrar frekjan.Umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar „Við umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar, það er alveg á hreinu!“ segir einn. Annar segir: „Ég er orðlaus , frekjan að halda að ferðaþjónustuaðili stjórni ríkisstjórn okkar, hann er kanski vanur svo sé i öðrum löndum.“ Og enn annar bætir við: „Það má benda á MJÖG MARGAR siðferðilegar ástæður til að heimsækja hvorki BNA né Ísrael ef það á að nota sömu röksemdafærslu og hann.“Jón Gunnar lætur sér hvergi bregða og hefur nú svarað manninum kurteislega.visir/anton brinkJóni Gunnari er ráðlagt að svara manninum fullum hálsi. Í samtali við Vísi segist Jón Gunnar hafa skrifað manninum kurteislegt svarbréf. Annað hafi ekki verið í boði.Kröfuharðir ferðamenn „Ég var ekkert að vaða í manninn fyrir þetta,“ segir hann. Spurður hvort hann kannaðist við fleiri erindi svipað eðlis meðal kollega sinna segir hann að einn hafi upplýst um að svissnesk ferðaskrifstofa hefði boðað fjölda afbókana yrði frumvarpið að veruleika. „Þetta er nú ekkert óvenjulegt úr þessum ranni svosem,“ segir Jón Gunnar. Hann lætur þetta ekki slá sig út af laginu, reyndur á þessu sviði og minnist þess þegar meirihlutinn í Reykjavík vildi beita sér fyrir banni á ísraelskar vörur. „Og allt varð brjálað. Ég hef alltaf átt gott samstarf við fólk af ætt gyðinga og á von á að svo verði áfram.“En, nú hefur flogið fyrir að þeir geti reynst erfiðir ferðamenn? „Þeir eru vissulega mjög kröfuharðir og vita hvað þeir vilja. Reyna prútta fram á síðustu stundu,“ segir Jón Gunnar og lætur sér hvergi bregða.Ath. Fréttin hefur verið uppfærð til samræmis við það að Vísir náði viðtali við Jón Gunnar um málið. Sem ekki var fyrirliggjandi í fyrstu útgáfu. Ferðamennska á Íslandi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, sem á og rekur ferðaþjónustuna Iceland Unlimited, vakti athygli á bréfi sem honum barst frá gyðingi í gærkvöldi í Facebookhópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar. „Hér er sármóðgaður einstaklingur af gyðingaætt, að hætta við að bóka „self-drive“ ferð með okkur vegna tilvonandi frumvarps um bann við umskurði sveinbarna, ásamt því jafnframt að hóta því að breiða út sitt “fagnaðar”erindi til vina og vandamanna,“ skrifar Jón Gunnar.Bréfritari hótar því að ef frumvarpið verði að lögum muni hann beita sér gegn ferðamennsku á Íslandi.Hann birtir bréfið og spyr hvort fleirum í ferðaþjónustunni hafi borist bréf af svipuðum toga? Víst er að hið umdeilda mál hefur vakið verulega athygli utan landsteina. Bréfritari segir að sér sé brugðið, hann sé hneykslaður. Hann hafa verið kominn á fremsta hlunn með að panta sér ferð til Íslands. En þá frétti hann af umskurðsfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og ákvað snarlega að fresta ferð til Íslands. Hann vildi sjá hvernig alþingi Íslendinga myndi afgreiða málið.Ætlar að beita sér gegn ferðaþjónustu á Íslandi Óbeinar hótanir má svo finna í bréfinu, en bréfritari segir að ef það fari svo að bann verði lagt við umskurð á drengjum á Íslandi muni hann beita sér fyrir því, meðal annars í hinu stóra gyðingasamfélagi á Bostonsvæðinu, að menn fari aldrei til Íslands. Bakland ferðaþjónustunnar er Facebookhópur þar sem ýmsir í ferðaþjónustunni koma saman og ráða ráðum sínum. Viðbrögðin við erindi Jóns Gunnars heldur á eina leið. Fordæming á þessu erindi; mönnum blöskrar frekjan.Umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar „Við umskerum ekki hvítvoðunga í þágu ferðaiðnaðar, það er alveg á hreinu!“ segir einn. Annar segir: „Ég er orðlaus , frekjan að halda að ferðaþjónustuaðili stjórni ríkisstjórn okkar, hann er kanski vanur svo sé i öðrum löndum.“ Og enn annar bætir við: „Það má benda á MJÖG MARGAR siðferðilegar ástæður til að heimsækja hvorki BNA né Ísrael ef það á að nota sömu röksemdafærslu og hann.“Jón Gunnar lætur sér hvergi bregða og hefur nú svarað manninum kurteislega.visir/anton brinkJóni Gunnari er ráðlagt að svara manninum fullum hálsi. Í samtali við Vísi segist Jón Gunnar hafa skrifað manninum kurteislegt svarbréf. Annað hafi ekki verið í boði.Kröfuharðir ferðamenn „Ég var ekkert að vaða í manninn fyrir þetta,“ segir hann. Spurður hvort hann kannaðist við fleiri erindi svipað eðlis meðal kollega sinna segir hann að einn hafi upplýst um að svissnesk ferðaskrifstofa hefði boðað fjölda afbókana yrði frumvarpið að veruleika. „Þetta er nú ekkert óvenjulegt úr þessum ranni svosem,“ segir Jón Gunnar. Hann lætur þetta ekki slá sig út af laginu, reyndur á þessu sviði og minnist þess þegar meirihlutinn í Reykjavík vildi beita sér fyrir banni á ísraelskar vörur. „Og allt varð brjálað. Ég hef alltaf átt gott samstarf við fólk af ætt gyðinga og á von á að svo verði áfram.“En, nú hefur flogið fyrir að þeir geti reynst erfiðir ferðamenn? „Þeir eru vissulega mjög kröfuharðir og vita hvað þeir vilja. Reyna prútta fram á síðustu stundu,“ segir Jón Gunnar og lætur sér hvergi bregða.Ath. Fréttin hefur verið uppfærð til samræmis við það að Vísir náði viðtali við Jón Gunnar um málið. Sem ekki var fyrirliggjandi í fyrstu útgáfu.
Ferðamennska á Íslandi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30