Slepptu blaðamannafundi og ræddu ekki við fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. júní 2018 23:08 Hið svokallaða "mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli í kvöld þar sem allajafna skylmingar eru stundaðar og spilað bandý. Vísir/Kolbeinn Tumi Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti