Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 19:26 Skjáskot úr myndinni sem fjallar um spillingu í afríska fótboltanum. bbc Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. Greint var frá því í dag að Kwesi Nyantakyi, forseti Knattspyrnusambands Gana, hefði tekið við mútum en í heimildarmynd sem frumsýnd verður í dag og fjallar um spilinguna í afrískum fótbolta sést Nyantakyi taka við tæpum sjö milljónum króna í beinhörðum peningum. Ganamenn mæta íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld sem er seinasti leikur íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort formaður knattspyrnusambandsins sé staddur hér á landi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Gana, sem ganverskur íþróttafréttamaður birtir á Twitter-síðu sinni, er farið hörðum orðum um knattspyrnusambandið. Þar segir að ríkisstjórnin sé bálreið og í áfalli vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í fyrrnefndri mynd. „Heimildarmyndin afhjúpar hversu hrikalega illa rekið Knattspyrnusamband Gana er en starfsemin einkennist af svindli, spillingu og mútum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Fyrir utan að vera formaður Knattspyrnusambands Ghana er Nyantakyi einnig í nefnd hjá FIFA og má því ekki þiggja neinar peningagjafir. Auk þess að sjást taka við peningum í heimildarmyndinni segist hann vera með forseta landsins í vasanum og gegn sanngjarnri greiðslu geti hann hjálpað fyrirtækjum og verktökum við að ná samningum við ríkið. Forsetinn er sagður hafa brjálast vegna þessara ummæla og gefið út handtökuskipun á Nyantakyi.OFFICIAL CONFIRMATION. Ghana FA dissolved pic.twitter.com/Fz13JqhvEP— Saddick Adams Obama (@SaddickAdams) June 7, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. Greint var frá því í dag að Kwesi Nyantakyi, forseti Knattspyrnusambands Gana, hefði tekið við mútum en í heimildarmynd sem frumsýnd verður í dag og fjallar um spilinguna í afrískum fótbolta sést Nyantakyi taka við tæpum sjö milljónum króna í beinhörðum peningum. Ganamenn mæta íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í vináttuleik á Laugardalsvelli í kvöld sem er seinasti leikur íslenska liðsins í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvort formaður knattspyrnusambandsins sé staddur hér á landi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar Gana, sem ganverskur íþróttafréttamaður birtir á Twitter-síðu sinni, er farið hörðum orðum um knattspyrnusambandið. Þar segir að ríkisstjórnin sé bálreið og í áfalli vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í fyrrnefndri mynd. „Heimildarmyndin afhjúpar hversu hrikalega illa rekið Knattspyrnusamband Gana er en starfsemin einkennist af svindli, spillingu og mútum,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Fyrir utan að vera formaður Knattspyrnusambands Ghana er Nyantakyi einnig í nefnd hjá FIFA og má því ekki þiggja neinar peningagjafir. Auk þess að sjást taka við peningum í heimildarmyndinni segist hann vera með forseta landsins í vasanum og gegn sanngjarnri greiðslu geti hann hjálpað fyrirtækjum og verktökum við að ná samningum við ríkið. Forsetinn er sagður hafa brjálast vegna þessara ummæla og gefið út handtökuskipun á Nyantakyi.OFFICIAL CONFIRMATION. Ghana FA dissolved pic.twitter.com/Fz13JqhvEP— Saddick Adams Obama (@SaddickAdams) June 7, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Sjá meira
Í beinni: Ísland - Gana | Kveðjustund hjá strákunum okkar í síðasta leiknum fyrir HM Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Byrjunarliðið á móti Gana: Heimir prófar nýjan mann í hægri bakverði Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í stöðu hægri bakvarðar á móti Gana. 7. júní 2018 18:30