Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júní 2018 08:29 Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa verið stirð undanfarna mánuði. Vísir/afp Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. Erindrekarnir, sem höfðu haft aðsetur í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, höfðu tilkynnt yfirboðurum sínum að þeir heyrðu undarleg hljóð á starfsstöð sinni. Greint var frá því undir lok síðasta árs, til dæmis á Vísi, að 24 starfsmenn bandarískra sendiráðsins á Kúbu hafi veikst með dularfullum hætti. Þegar nánar var að gáð hafði fólkið hlotið áverka á heila eftir það sem virðist vera einhvers konar hljóðvopn. Vitni lýsa hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu á Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsSíðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Kínversku tilfellin koma fram á mjög eldfimum tímapunkti í samskiptum ríkjanna. Ásakanir hafa gengið á milli Peking og Washington og óttast greinendur að allsherjar viðskiptastríð kunni að skella á milli stórveldanna, með tilheyrandi áhrifum á efnahagsmál heimsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði starfsfólk sitt við í síðasta mánuði eftir að fregnir tóku að berast af veikindum erindrekanna í Kína. Í tilkynningu sagðist ráðuneytið taka ábendingunum alvarlega en að ekki lægi fyrir hvað byggi að baki þeim. Engu að síður var starfsfólk ráðuneytisins hvatt til að koma sér í skjól ef það yrði vart við hljóðræn óþægindi. Utanríkisráðuneytið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang sem komast á til botns í því hvort að um sé að ræða sambærilegt mál og kom upp á Kúbu. Stjórnvöld í Havana hafa þvertekið fyrir það að hafa komið nálægt hinum meintu hljóðárásum. Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. Erindrekarnir, sem höfðu haft aðsetur í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, höfðu tilkynnt yfirboðurum sínum að þeir heyrðu undarleg hljóð á starfsstöð sinni. Greint var frá því undir lok síðasta árs, til dæmis á Vísi, að 24 starfsmenn bandarískra sendiráðsins á Kúbu hafi veikst með dularfullum hætti. Þegar nánar var að gáð hafði fólkið hlotið áverka á heila eftir það sem virðist vera einhvers konar hljóðvopn. Vitni lýsa hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu á Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsSíðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Kínversku tilfellin koma fram á mjög eldfimum tímapunkti í samskiptum ríkjanna. Ásakanir hafa gengið á milli Peking og Washington og óttast greinendur að allsherjar viðskiptastríð kunni að skella á milli stórveldanna, með tilheyrandi áhrifum á efnahagsmál heimsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði starfsfólk sitt við í síðasta mánuði eftir að fregnir tóku að berast af veikindum erindrekanna í Kína. Í tilkynningu sagðist ráðuneytið taka ábendingunum alvarlega en að ekki lægi fyrir hvað byggi að baki þeim. Engu að síður var starfsfólk ráðuneytisins hvatt til að koma sér í skjól ef það yrði vart við hljóðræn óþægindi. Utanríkisráðuneytið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang sem komast á til botns í því hvort að um sé að ræða sambærilegt mál og kom upp á Kúbu. Stjórnvöld í Havana hafa þvertekið fyrir það að hafa komið nálægt hinum meintu hljóðárásum.
Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01
Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27