Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júní 2018 08:29 Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa verið stirð undanfarna mánuði. Vísir/afp Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. Erindrekarnir, sem höfðu haft aðsetur í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, höfðu tilkynnt yfirboðurum sínum að þeir heyrðu undarleg hljóð á starfsstöð sinni. Greint var frá því undir lok síðasta árs, til dæmis á Vísi, að 24 starfsmenn bandarískra sendiráðsins á Kúbu hafi veikst með dularfullum hætti. Þegar nánar var að gáð hafði fólkið hlotið áverka á heila eftir það sem virðist vera einhvers konar hljóðvopn. Vitni lýsa hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu á Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsSíðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Kínversku tilfellin koma fram á mjög eldfimum tímapunkti í samskiptum ríkjanna. Ásakanir hafa gengið á milli Peking og Washington og óttast greinendur að allsherjar viðskiptastríð kunni að skella á milli stórveldanna, með tilheyrandi áhrifum á efnahagsmál heimsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði starfsfólk sitt við í síðasta mánuði eftir að fregnir tóku að berast af veikindum erindrekanna í Kína. Í tilkynningu sagðist ráðuneytið taka ábendingunum alvarlega en að ekki lægi fyrir hvað byggi að baki þeim. Engu að síður var starfsfólk ráðuneytisins hvatt til að koma sér í skjól ef það yrði vart við hljóðræn óþægindi. Utanríkisráðuneytið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang sem komast á til botns í því hvort að um sé að ræða sambærilegt mál og kom upp á Kúbu. Stjórnvöld í Havana hafa þvertekið fyrir það að hafa komið nálægt hinum meintu hljóðárásum. Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. Erindrekarnir, sem höfðu haft aðsetur í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, höfðu tilkynnt yfirboðurum sínum að þeir heyrðu undarleg hljóð á starfsstöð sinni. Greint var frá því undir lok síðasta árs, til dæmis á Vísi, að 24 starfsmenn bandarískra sendiráðsins á Kúbu hafi veikst með dularfullum hætti. Þegar nánar var að gáð hafði fólkið hlotið áverka á heila eftir það sem virðist vera einhvers konar hljóðvopn. Vitni lýsa hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu á Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsSíðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Kínversku tilfellin koma fram á mjög eldfimum tímapunkti í samskiptum ríkjanna. Ásakanir hafa gengið á milli Peking og Washington og óttast greinendur að allsherjar viðskiptastríð kunni að skella á milli stórveldanna, með tilheyrandi áhrifum á efnahagsmál heimsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði starfsfólk sitt við í síðasta mánuði eftir að fregnir tóku að berast af veikindum erindrekanna í Kína. Í tilkynningu sagðist ráðuneytið taka ábendingunum alvarlega en að ekki lægi fyrir hvað byggi að baki þeim. Engu að síður var starfsfólk ráðuneytisins hvatt til að koma sér í skjól ef það yrði vart við hljóðræn óþægindi. Utanríkisráðuneytið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang sem komast á til botns í því hvort að um sé að ræða sambærilegt mál og kom upp á Kúbu. Stjórnvöld í Havana hafa þvertekið fyrir það að hafa komið nálægt hinum meintu hljóðárásum.
Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01
Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27