Íslenski boltinn

Stuðningsmenn Breiðabliks gáfu Keflvíkingum orkudrykki fyrir laugardaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hilmar Jökull og Hólmar Örn.
Hilmar Jökull og Hólmar Örn. mynd/kópacabana á twitter
Breiðabik getur staðið uppi sem sigurvegari í Pepsi-deild karla á laugardaginn en til þess þarf allt að ganga upp í lokaumferðinni sem verður spiluð á laugardaginn.

Breiðabilk er fyrir lokaumferðina tveimur stigum á eftir toppliði Vals sem mætir botnliði Keflavíkur á heimavelli á meðan Blikar spila við KA.

Breiðablik þarf að vinna sinn leik og treysta á að Keflavík vinni topplið Vals á Hlíðarenda. Keflavík hefur ekki unnið leik í sumar og er með fjögur stig á botni deildarinnar.

Það er ljóst að Blikarnir ætla að leggja allt í sölurnar og einnig hjálpa Keflvíkingum því í dag komu stuðningsmenn Blika með birgðir af orkudrykknum Ripped til Keflvíkinga.

Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitar Breiðabliks, afhenti Hólmari Erni Rúnarssyni, einum reynslumesta miðjumanni Keflavíkur, kassann í dag.

Hvort að orkudrykkurinn hjálpi Keflvíkingum og Blikum á laugardaginn verður að koma í ljós en skemmtilegt er það að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×