Sjávarútvegsfyrirtæki vörðu nær helmingi af EBITDA-hagnaði sínum árið 2017 í fjárfestingar samkvæmt sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte sem kynntur var á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær.
Samantekt Deloitte sýndi að hlutfallið væri hátt í sögulegu samhengi en það má rekja til þess að EBITDA fyrirtækja hafi dregist saman.
Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja í varanlegum rekstrarfjármunum námu 20 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 22 milljarða árið 2016. Meðaltal fjárfestinga á tímabilinu 2014 til 2017 nam 24 milljörðum. Hins vegar jókst hlutfall fjárfestinga af EBITDA verulega á milli 2016 og 2017 en það nam 48 prósentum á síðasta ári samanborið við 39 prósent árið 2016.
Í samantekt Deloitte kom fram að EBITDA sjávarútvegsins hefði dregist saman úr 56 milljörðum króna í 40 milljarða á milli ára, eða sem nemur tæpum 29 prósentum. EBITDA-framlegð dróst jafnframt saman í öllum flokkum sjávarútvegsfyrirtækja.
Helmingur fór í fjárfestingar
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent


Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur

Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár
Viðskipti innlent

Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni
Viðskipti innlent

Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent