Gáttatif, falið vandamál Kristján Guðmundsson og Sigfús Gizurarson skrifar 27. september 2018 07:00 September ár hvert er vitundarvakning um gáttatif í Bandaríkjunum, (e. atrial fibrillation awareness month). Af því tilefni þótti okkur rétt að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan sjúkdóm sem ekki fer hátt en getur haft mikil áhrif á lífsgæði og líf einstaklinga. Gáttatif er algengur sjúkdómur, sér í lagi hjá eldra fólki. Fjöldi einstaklinga með gáttatif fer vaxandi samfara breyttri aldurssamsetningu og bættri meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Talið er að algengi sjúkdómsins hér sé svipað og hjá nágrannaþjóðunum og því eru um sjö til tíu þúsund Íslendingar með gáttatif. Margir fá gáttatifið í köstum sem koma og fara en aðrir hafa stöðugt gáttatif. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans. Aukaslög frá lungnabláæðum sem tengjast vinstri gátt hjartans eiga oftast upptökin að gáttatifi. Gáttatif er nokkurs konar „rafstormur“ í gáttum hjartans. Gáttirnar slá hratt og óreglulega og enginn eiginlegur samdráttur þeirra á sér stað. Við slíkar aðstæður geta blóðtappar myndast. Alvarlegasti fylgikvillinn er heilablóðfall orsakað af þessum blóðtöppum.Sigfús Gizurarson hjartalæknir á LandspítalaUm þriðjung heilablóðfalla má rekja til gáttatifs. Auk þess eru einstaklingar með gáttatif í hættu á að þróa með sér hjartabilun. Gáttatif getur átt þátt í að valda ótímabærum dauða. Miðast meðferð gáttatifs fyrst og fremst að því að finna þá einstaklinga sem í mestri hættu eru og fyrirbyggja blóðtappamyndun með blóðþynningu, slík meðferð er oftast ævilöng. Áhættan fyrir gáttatifi eykst með aldri og er framan af ævinni algengari hjá körlum en konum. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, kæfisvefn, kransæðasjúkdómur, lungnasjúkdómar, skjaldkirtilsvandamál, hreyfingarleysi, áfengisneysla o.fl. Þar sem stór hluti einstaklinga með gáttatif er einkennalaus hafa farið fram ýmis átök í að finna sjúkdóminn með skimun. Þetta hefur þó ekki verið gert hérlendis. Nýlega setti Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum á markað forrit sem tengja má snjalltækjum þess og getur það með nokkuð góðri vissu greint sjúkdóminn. Hingað til hefur gáttatif verið greint á hefðbundinn hátt með hjartalínuriti eða hjartasíritun. Þó gagnsemi áhættumats hjá einstaklingum með gáttatif sé óumdeilt, hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi skimunar hjá einkennalausum, þó reikna megi með því að bætt tækni til greiningar bæti skilning okkar á hvernig eigi að nálgast þennan stóra hóp. Einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Algengustu einkennin eru óþægilegur hjartsláttur en sumir finna ekki fyrir óþægindum frá hjartslætti, finna þess í stað fyrir þreytu, slappleika, mæði, eða brjóstverkjum. Það má skipta meðferð við gáttatifi í þrjá meginflokka. Hindra heilablóðföll, hindra versnandi hjartastarfsemi (hjartabilun) og meðhöndla einkenni. Ekki allir einstaklingar með gáttatif þurfa blóðþynnandi meðferð til að fyrirbyggja blóðtappa en það fer eftir aldri og undirliggjandi áhættuþáttum. Ávallt þarf að fara fram áhættumat við greiningu. Sé gáttatifið viðvarandi getur í sumum tilvikum verið ástæða til að framkvæma s.k. rafvendingu, þar sem fólk er svæft stutta stund og gefið rafstuð á brjóstkassann sem endurstillir takt hjartans. Oft fara þessir einstaklingar aftur í gáttatif og er því þörf á langvinnri lyfjameðferð til að halda takti til lengri tíma. Sú meðferð sem síðustu ár hefur vaxið hraðast í meðferð við gáttatifi eru brennsluaðgerðir eða frystingar. Þessar aðgerðir eru gerðar með þræðingartækni og taka um 2-4 klst. að framkvæma. Þessar aðgerðir eru mun árangursríkari en lyf, og u.þ.b. 70-80% sjúklinga verða einkennalausir. Það er hins vegar ekki óalgengt að endurtaka þurfi þessar aðgerðir þar sem sjúkdómurinn er oft langvinnur og þróast mismunandi milli einstaklinga. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að minnka einkenni sjúklinga og um leið geta þeir oft losnað við taktstillandi hjartalyf sem oft þolast illa og geta haft alvarlegar aukaverkanir. Hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif hefur brennsluaðgerð sýnt fram á betri langtímahorfur. Slíkar aðgerðir eiga þó við í minnihluta sjúklinga með gáttatif. Brennsluaðgerðir eru framkvæmdar á þræðingarstofu Landspítalans. Eins og staðan er núna önnum við ekki öllum þeim sjúklingum sem vísað er til okkar. Biðlistinn fyrir brennslur er eins og margir aðrir biðlistar fyrir aðgerðum á Íslandi langur. Við höfum síðastliðin 3 ár ríflega tvöfaldað fjölda aðgerða en samt sem áður eru rúmlega 400 einstaklingar sem bíða eftir aðgerðum vegna hjartsláttartruflana. Ljóst er að samstillt átak Landspítala og heilbrigðisyfirvalda þarf til að koma þessum málum í ásættanlegt horf fyrir sjúklinga. Sem stendur er biðin hið minnsta 2 ár eftir þessum aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
September ár hvert er vitundarvakning um gáttatif í Bandaríkjunum, (e. atrial fibrillation awareness month). Af því tilefni þótti okkur rétt að vekja landsmenn til umhugsunar um þennan sjúkdóm sem ekki fer hátt en getur haft mikil áhrif á lífsgæði og líf einstaklinga. Gáttatif er algengur sjúkdómur, sér í lagi hjá eldra fólki. Fjöldi einstaklinga með gáttatif fer vaxandi samfara breyttri aldurssamsetningu og bættri meðferð annarra langvinnra sjúkdóma. Talið er að algengi sjúkdómsins hér sé svipað og hjá nágrannaþjóðunum og því eru um sjö til tíu þúsund Íslendingar með gáttatif. Margir fá gáttatifið í köstum sem koma og fara en aðrir hafa stöðugt gáttatif. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans. Aukaslög frá lungnabláæðum sem tengjast vinstri gátt hjartans eiga oftast upptökin að gáttatifi. Gáttatif er nokkurs konar „rafstormur“ í gáttum hjartans. Gáttirnar slá hratt og óreglulega og enginn eiginlegur samdráttur þeirra á sér stað. Við slíkar aðstæður geta blóðtappar myndast. Alvarlegasti fylgikvillinn er heilablóðfall orsakað af þessum blóðtöppum.Sigfús Gizurarson hjartalæknir á LandspítalaUm þriðjung heilablóðfalla má rekja til gáttatifs. Auk þess eru einstaklingar með gáttatif í hættu á að þróa með sér hjartabilun. Gáttatif getur átt þátt í að valda ótímabærum dauða. Miðast meðferð gáttatifs fyrst og fremst að því að finna þá einstaklinga sem í mestri hættu eru og fyrirbyggja blóðtappamyndun með blóðþynningu, slík meðferð er oftast ævilöng. Áhættan fyrir gáttatifi eykst með aldri og er framan af ævinni algengari hjá körlum en konum. Aðrir áhættuþættir eru hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, kæfisvefn, kransæðasjúkdómur, lungnasjúkdómar, skjaldkirtilsvandamál, hreyfingarleysi, áfengisneysla o.fl. Þar sem stór hluti einstaklinga með gáttatif er einkennalaus hafa farið fram ýmis átök í að finna sjúkdóminn með skimun. Þetta hefur þó ekki verið gert hérlendis. Nýlega setti Apple fyrirtækið í Bandaríkjunum á markað forrit sem tengja má snjalltækjum þess og getur það með nokkuð góðri vissu greint sjúkdóminn. Hingað til hefur gáttatif verið greint á hefðbundinn hátt með hjartalínuriti eða hjartasíritun. Þó gagnsemi áhættumats hjá einstaklingum með gáttatif sé óumdeilt, hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi skimunar hjá einkennalausum, þó reikna megi með því að bætt tækni til greiningar bæti skilning okkar á hvernig eigi að nálgast þennan stóra hóp. Einkenni eru mismunandi milli einstaklinga. Algengustu einkennin eru óþægilegur hjartsláttur en sumir finna ekki fyrir óþægindum frá hjartslætti, finna þess í stað fyrir þreytu, slappleika, mæði, eða brjóstverkjum. Það má skipta meðferð við gáttatifi í þrjá meginflokka. Hindra heilablóðföll, hindra versnandi hjartastarfsemi (hjartabilun) og meðhöndla einkenni. Ekki allir einstaklingar með gáttatif þurfa blóðþynnandi meðferð til að fyrirbyggja blóðtappa en það fer eftir aldri og undirliggjandi áhættuþáttum. Ávallt þarf að fara fram áhættumat við greiningu. Sé gáttatifið viðvarandi getur í sumum tilvikum verið ástæða til að framkvæma s.k. rafvendingu, þar sem fólk er svæft stutta stund og gefið rafstuð á brjóstkassann sem endurstillir takt hjartans. Oft fara þessir einstaklingar aftur í gáttatif og er því þörf á langvinnri lyfjameðferð til að halda takti til lengri tíma. Sú meðferð sem síðustu ár hefur vaxið hraðast í meðferð við gáttatifi eru brennsluaðgerðir eða frystingar. Þessar aðgerðir eru gerðar með þræðingartækni og taka um 2-4 klst. að framkvæma. Þessar aðgerðir eru mun árangursríkari en lyf, og u.þ.b. 70-80% sjúklinga verða einkennalausir. Það er hins vegar ekki óalgengt að endurtaka þurfi þessar aðgerðir þar sem sjúkdómurinn er oft langvinnur og þróast mismunandi milli einstaklinga. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að minnka einkenni sjúklinga og um leið geta þeir oft losnað við taktstillandi hjartalyf sem oft þolast illa og geta haft alvarlegar aukaverkanir. Hjá vissum hópi sjúklinga með gáttatif hefur brennsluaðgerð sýnt fram á betri langtímahorfur. Slíkar aðgerðir eiga þó við í minnihluta sjúklinga með gáttatif. Brennsluaðgerðir eru framkvæmdar á þræðingarstofu Landspítalans. Eins og staðan er núna önnum við ekki öllum þeim sjúklingum sem vísað er til okkar. Biðlistinn fyrir brennslur er eins og margir aðrir biðlistar fyrir aðgerðum á Íslandi langur. Við höfum síðastliðin 3 ár ríflega tvöfaldað fjölda aðgerða en samt sem áður eru rúmlega 400 einstaklingar sem bíða eftir aðgerðum vegna hjartsláttartruflana. Ljóst er að samstillt átak Landspítala og heilbrigðisyfirvalda þarf til að koma þessum málum í ásættanlegt horf fyrir sjúklinga. Sem stendur er biðin hið minnsta 2 ár eftir þessum aðgerðum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun