Tillerson segir Trump reynt að gera ólöglega hluti Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 16:14 Tillerson og Trump þegar allt lék í lyndi. Getty/Bloomberg Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, vera agalausan. Hann segir að Trump vilji ekki lesa og hafa reynt að framkvæma ólöglega hluti. Trump rak Tillerson fyrir nærri því níu mánuðum síðan. Þá var Tillerson sagður hafa kallað Trump fávita og hann hefur aldrei neitað því. Þetta sagði Tillerson í viðtali við CBS sem birt var í gærkvöldi. Hann sagði hafa reynst sér erfitt að koma frá fyrirtæki eins og Exxon Mobil, þar sem ríkti mikill agi og fara að vinna fyrir óagaðan mann eins og Trump, sem vildi ekki lesa, læsi ekki undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og vildi ekki kynna sér málefni ítarlega. Í stað þess að fara eftir staðreyndum sagði Tillerson að Trump færi eftir eigin tilfinningum. Tillerson sagði einnig frá því að hann hefði aldrei hitt Trump áður en forsetinn bauð honum ráðherrastólinn.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Ráðherrann fyrrverandi sagði einnig að Trump hefði ítrekað reynt að gera ólöglega hluti og hann hefði orðið pirraður þegar honum var sagt að hann gæti það ekki. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, vera agalausan. Hann segir að Trump vilji ekki lesa og hafa reynt að framkvæma ólöglega hluti. Trump rak Tillerson fyrir nærri því níu mánuðum síðan. Þá var Tillerson sagður hafa kallað Trump fávita og hann hefur aldrei neitað því. Þetta sagði Tillerson í viðtali við CBS sem birt var í gærkvöldi. Hann sagði hafa reynst sér erfitt að koma frá fyrirtæki eins og Exxon Mobil, þar sem ríkti mikill agi og fara að vinna fyrir óagaðan mann eins og Trump, sem vildi ekki lesa, læsi ekki undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og vildi ekki kynna sér málefni ítarlega. Í stað þess að fara eftir staðreyndum sagði Tillerson að Trump færi eftir eigin tilfinningum. Tillerson sagði einnig frá því að hann hefði aldrei hitt Trump áður en forsetinn bauð honum ráðherrastólinn.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Ráðherrann fyrrverandi sagði einnig að Trump hefði ítrekað reynt að gera ólöglega hluti og hann hefði orðið pirraður þegar honum var sagt að hann gæti það ekki. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00 Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Trump vísar til ágreinings við utanríkisráðherrann Ágreiningurinn varðaði meðal annars alþjóðlegt samkomulag um kjarnorkuáætlun Íran. 13. mars 2018 16:00
Utanríkisráðherrann sendi Rússum tóninn Rex Tillerson hvorki þakkaði né hrósaði Bandaríkjaforseta í kveðjuræðu sinni. 14. mars 2018 07:26
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50