Kavanagh lentur í Toronto

Kavanagh hefur ekki séð Gunna í svolítinn tíma en hefur verið í stöðugu sambandi við hann frá Írlandi á meðan æfingabúðunum stóð.
Írski þjálfarinn er orðinn heimsþekktur sem þjálfari Conors. Er við hittum á hann á hóteli UFC-kappanna í gær komst hann ekki langt án þess að vera beðinn um að sitja fyrir á mynd.
Líkt og hann er vanur tekur hann öllum slíkum beiðnum vel enda ákaflega geðugur og almennilegur náungi.
Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.
Tengdar fréttir

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli
Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.

Brasilíski kúrekinn mætti í fullum herklæðum á blaðamannafund
Brasilíumaðurinn Alex Oliveira, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, sló í gegn á fjölmiðladegi UFC í dag enda í skrautlegasta klæðnaðinum.

Oliveira: Ætla að rota Gunnar í fyrstu lotu
Það vantaði nákvæmlega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Alex Oliveira er við hittum hann í gær og engu líkara en hann búist við auðveldum bardaga. Hann var mjög slakur á því og dansaði um tíma í viðtalinu.

Mikið spurt um Conor á blaðamannafundi Gunnars
Gunnar Nelson var búinn með fyrsta kaffibolla dagsins og nokkuð ferskur er hann mætti blaðamannahernum í Toronto í dag.

Haraldur: Gunni á nokkur ár eftir og allt opið með framhaldið
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, heldur því opnu að Gunnar berjist fyrir annað bardagasamband í framtíðinni. Það er aukin samkeppni um þá bestu í MMA-heiminum í dag.