Vigtun hjá Gunnari og Oliveira í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. desember 2018 13:30 Gunnar hefur ekki barist síðan 16. júlí í fyrra. vísir/getty Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelson og hins brasilíska Alex Oliveira, sem kallaður er Kúrekinn, fer fram í dag í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, degi áður en þeir mætast í hringnum á UFC 231 bardagakvöldinu. Vigtunin á sér stað að morgni til í Kanada en á milli klukkan tvö og fjögur að íslenskum tíma. Gunnar og Alex keppa í veltivigt og þurfa því að vera á bilinu 71-77 kíló þegar stigið er á vigtina. Gunnar hefur eytt undanförnum dögum í Kanada eftir að hafa undirbúið sig að mestu á Íslandi fyrir bardagann. Á milli æfinga hefur hann sinnt fjölmiðlaskyldum, æft og dvalið stuttlega á kanadísku sveitabýli þar sem hann komst á fjórhjól. Bardagi Gunnars og Alex er einn af aðalbardögum kvöldsins og er jafnframt fyrsti bardagi Gunnars í sautján mánuði. Íslendingurinn er að snúa aftur í hringinn eftir langa fjarveru en síðasti bardagi hans var gegn Santiago Ponzinibbio þar sem sá argentínski vann vafasaman sigur. Úrslit bardagans voru kærð í ljósi þess að Ponzinibbio sást ítrekað pota í augu Gunnars meðan á bardaganum stóð sem er óheimilt í MMA. Gunnar þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla á hné fyrir bardagakvöld í Liverpool í maí síðastliðnum og er því eflaust orðinn afar spenntur fyrir tækifærinu annað kvöld. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan í Toronto: Svona er lífið hjá UFC-bardagaköppunum UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni. 7. desember 2018 12:00 Kavanagh lentur í Toronto John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun. 7. desember 2018 08:30 Gunnar mjög spenntur fyrir því að fara niður í nýjan þyngdarflokk Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn. 7. desember 2018 09:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelson og hins brasilíska Alex Oliveira, sem kallaður er Kúrekinn, fer fram í dag í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, degi áður en þeir mætast í hringnum á UFC 231 bardagakvöldinu. Vigtunin á sér stað að morgni til í Kanada en á milli klukkan tvö og fjögur að íslenskum tíma. Gunnar og Alex keppa í veltivigt og þurfa því að vera á bilinu 71-77 kíló þegar stigið er á vigtina. Gunnar hefur eytt undanförnum dögum í Kanada eftir að hafa undirbúið sig að mestu á Íslandi fyrir bardagann. Á milli æfinga hefur hann sinnt fjölmiðlaskyldum, æft og dvalið stuttlega á kanadísku sveitabýli þar sem hann komst á fjórhjól. Bardagi Gunnars og Alex er einn af aðalbardögum kvöldsins og er jafnframt fyrsti bardagi Gunnars í sautján mánuði. Íslendingurinn er að snúa aftur í hringinn eftir langa fjarveru en síðasti bardagi hans var gegn Santiago Ponzinibbio þar sem sá argentínski vann vafasaman sigur. Úrslit bardagans voru kærð í ljósi þess að Ponzinibbio sást ítrekað pota í augu Gunnars meðan á bardaganum stóð sem er óheimilt í MMA. Gunnar þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla á hné fyrir bardagakvöld í Liverpool í maí síðastliðnum og er því eflaust orðinn afar spenntur fyrir tækifærinu annað kvöld.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan í Toronto: Svona er lífið hjá UFC-bardagaköppunum UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni. 7. desember 2018 12:00 Kavanagh lentur í Toronto John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun. 7. desember 2018 08:30 Gunnar mjög spenntur fyrir því að fara niður í nýjan þyngdarflokk Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn. 7. desember 2018 09:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Fimmta lotan í Toronto: Svona er lífið hjá UFC-bardagaköppunum UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni. 7. desember 2018 12:00
Kavanagh lentur í Toronto John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun. 7. desember 2018 08:30
Gunnar mjög spenntur fyrir því að fara niður í nýjan þyngdarflokk Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn. 7. desember 2018 09:30