Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 15:00 Sigurvegarar í flokki bestu leikara og leikkvenna árið 2017 sýna stytturnar. Frá vinstri eru Mahershala Ali, Emma Stone, Viola Davis og Casey Affleck. Vísir/AFP Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time‘s Up og #MeToo-hreyfinganna. Grínistinn og spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel verður kynnir annað árið í röð. Hann hefur verið nokkuð pólitískur í þætti sínum Jimmy Kimmel Live! undanfarin misseri og m.a. tekið fyrir heilbrigðismál og byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Kimmel sagðist fyrst ekki ætla að tjá sig um Time‘s Up eða #MeToo-hreyfingarnar og bar því fyrir sig að hann vildi ekki verða þess valdur að þolendur kynferðisofbeldis minnist þess þegar brotið var á þeim. Kimmel dró þessi ummæli þó fljótlega til baka og sagði í viðtali við Variety að hann hygðist ræða báðar hreyfingar og kynferðisofbeldi í Hollywood. „Þetta verður hluti af sýningunni. Ég get ekki gefið þér upp prósentu, en þetta verður þarna,“ sagði Kimmel.Frá Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Myndin La La Land var fyrst lesin upp sem besta mynd en síðar kom í ljós að kvikmyndin Moonlight hafði raunverulega hreppt hnossið. Mikið óðagot greip um sig á sviðinu við uppgötvunina.Vísir/AFPKonurnar í aðalhlutverki En sjónir heimsbyggðarinnar munu að að öllum líkindum beinast að konunum, eins og viðtekið hefur verið á öðrum verðlaunahátíðum í ár. Árið 2017 var viðburðarríkt í Hollywood en í hringiðu skemmtanaiðnaðarins voru fyrstu skref #MeToo-byltingarinnar tekin. Í október síðastliðnum stigu fyrstu konurnar fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi og –áreitni en síðan þá hafa fjölmargir valdamenn í Hollywood verið sakaðir um ofbeldi, áreitni og mismunun á grundvelli kyns.Þá var téðu Time’s Up-átaki hrint af stað í byrjun árs en því er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem ríkt hefur bæði í Hollywood og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum.Sjá einnig: „Tíminn er útrunninn“ Engum tilmælum um sérstakan klæðaburð hefur verið beint til Óskarsgesta en á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar klæddust konur margar svörtum fatnaði og sýndu þannig samstöðu og mótmæltu kynferðislegri áreitni í Hollywood. Gestir Óskarsins í kvöld hafa þó verið hvattir til að bera Time‘s Up-nælur, sem hafa verið áberandi á rauðum dreglum undanfarnar vikur, og styðja þannig átakið.Casey Affleck með Óskarsverðlaunin sem hann fékk í fyrra. Hann mun ekki láta sjá sig á verðlaunahátíðinni í ár.vísir/gettyUmdeildur Affleck Mál leikarans Casey Affleck hefur einnig sett svip sinn á Óskarinn í ár. Affleck var valinn besti leikari í aðalhlutverki á hátíðinni í fyrra og hefði samkvæmt hefðinni átt að veita bestu leikkonunni verðlaunin í ár.Hann mun þó ekki mæta á Óskarinn í kvöld en það var langt því frá óumdeilt þegar hann hlaut verðlaunin í fyrra. Ástæðan var sú að samstarfskonur Affleck sem unnu með honum að myndinni I‘m Still Here árið 2010 sökuðu hann þá um kynferðislega áreitni. Samkvæmt frétt Variety munu leikkonurnar Jennifer Lawrence og Jodie Foster því hlaupa í skarðið fyrir Affleck í kvöld en þær hafa báðar unnið til Óskarsverðlauna á ferli sínum. Úr kvikmyndinni The Shape of Water. Leikkonan Sally Hawkins er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki.VísirShape of Water er tilnefningadrottningin Að venju keppast fjölmargar kvikmyndir um Óskarsverðlaunastyttur í ýmsum flokkum í ár. The Shape Of Water er tilnefnd til 13 Óskarsverðlauna en Guillermo del Toro leikstýrir myndinni. Hann skrifaði einnig handrit myndarinnar sem var tilnefnd í sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn og bestu leikkonuna. Samkvæmt úttekt breska ríkisútvarpsins er búist við því að del Toro hreppi verðlaunastyttuna fyrir bestu leikstjórn. Three Billboards Outside Ebbing, Missouri fékk átta tilnefningar en kvikmyndin vann einmitt fern verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar. Kvikmyndin þykir líklegust til að vinna aðalverðlaun kvöldsins, þ.e. bestu mynd, og aðalleikkonan Frances McDormand sömuleiðis talin líklegust til sigurs í flokki bestu leikkonu í aðalhlutverki. Dunkirk úr smiðju Christopher Nolan er svo tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Hér má nálgast listann yfir tilnefningar kvöldsins í heild sinni. Íslenskir áhorfendur og nátthrafnar geta fylgst með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni útsendingu á Ríkisútvarpinu í nótt en ljóst er að mikið verður um dýrðir í Dolby-salnum í Los Angeles. Útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 00:15 eftir miðnætti og þá verður sýnt beint frá verðlaunaathöfninni klukkan 01:00. Bíó og sjónvarp Menning Óskarinn Tengdar fréttir Casey Affleck afhendir ekki Óskarsverðlaun í ár Samkvæmt frétt Variety mun Affleck ekki mæta á Óskarsverðlaunin en það var langt því frá óumdeilt þegar hann hlaut verðlaunin í fyrra. 25. janúar 2018 22:31 Óskarinn 2018: Shape of Water fékk 13 tilnefningar Rétt eftir hádegi í dag voru tilnefningar til Óskarsverðlauna tilkynntar í Los Angeles. 23. janúar 2018 15:15 Bestu móment Óskarsins Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Hollywood aðfaranótt mánudags og um að gera að fara að hita upp. 2. mars 2018 17:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time‘s Up og #MeToo-hreyfinganna. Grínistinn og spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel verður kynnir annað árið í röð. Hann hefur verið nokkuð pólitískur í þætti sínum Jimmy Kimmel Live! undanfarin misseri og m.a. tekið fyrir heilbrigðismál og byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Kimmel sagðist fyrst ekki ætla að tjá sig um Time‘s Up eða #MeToo-hreyfingarnar og bar því fyrir sig að hann vildi ekki verða þess valdur að þolendur kynferðisofbeldis minnist þess þegar brotið var á þeim. Kimmel dró þessi ummæli þó fljótlega til baka og sagði í viðtali við Variety að hann hygðist ræða báðar hreyfingar og kynferðisofbeldi í Hollywood. „Þetta verður hluti af sýningunni. Ég get ekki gefið þér upp prósentu, en þetta verður þarna,“ sagði Kimmel.Frá Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Myndin La La Land var fyrst lesin upp sem besta mynd en síðar kom í ljós að kvikmyndin Moonlight hafði raunverulega hreppt hnossið. Mikið óðagot greip um sig á sviðinu við uppgötvunina.Vísir/AFPKonurnar í aðalhlutverki En sjónir heimsbyggðarinnar munu að að öllum líkindum beinast að konunum, eins og viðtekið hefur verið á öðrum verðlaunahátíðum í ár. Árið 2017 var viðburðarríkt í Hollywood en í hringiðu skemmtanaiðnaðarins voru fyrstu skref #MeToo-byltingarinnar tekin. Í október síðastliðnum stigu fyrstu konurnar fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi og –áreitni en síðan þá hafa fjölmargir valdamenn í Hollywood verið sakaðir um ofbeldi, áreitni og mismunun á grundvelli kyns.Þá var téðu Time’s Up-átaki hrint af stað í byrjun árs en því er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem ríkt hefur bæði í Hollywood og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum.Sjá einnig: „Tíminn er útrunninn“ Engum tilmælum um sérstakan klæðaburð hefur verið beint til Óskarsgesta en á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar klæddust konur margar svörtum fatnaði og sýndu þannig samstöðu og mótmæltu kynferðislegri áreitni í Hollywood. Gestir Óskarsins í kvöld hafa þó verið hvattir til að bera Time‘s Up-nælur, sem hafa verið áberandi á rauðum dreglum undanfarnar vikur, og styðja þannig átakið.Casey Affleck með Óskarsverðlaunin sem hann fékk í fyrra. Hann mun ekki láta sjá sig á verðlaunahátíðinni í ár.vísir/gettyUmdeildur Affleck Mál leikarans Casey Affleck hefur einnig sett svip sinn á Óskarinn í ár. Affleck var valinn besti leikari í aðalhlutverki á hátíðinni í fyrra og hefði samkvæmt hefðinni átt að veita bestu leikkonunni verðlaunin í ár.Hann mun þó ekki mæta á Óskarinn í kvöld en það var langt því frá óumdeilt þegar hann hlaut verðlaunin í fyrra. Ástæðan var sú að samstarfskonur Affleck sem unnu með honum að myndinni I‘m Still Here árið 2010 sökuðu hann þá um kynferðislega áreitni. Samkvæmt frétt Variety munu leikkonurnar Jennifer Lawrence og Jodie Foster því hlaupa í skarðið fyrir Affleck í kvöld en þær hafa báðar unnið til Óskarsverðlauna á ferli sínum. Úr kvikmyndinni The Shape of Water. Leikkonan Sally Hawkins er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki.VísirShape of Water er tilnefningadrottningin Að venju keppast fjölmargar kvikmyndir um Óskarsverðlaunastyttur í ýmsum flokkum í ár. The Shape Of Water er tilnefnd til 13 Óskarsverðlauna en Guillermo del Toro leikstýrir myndinni. Hann skrifaði einnig handrit myndarinnar sem var tilnefnd í sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn og bestu leikkonuna. Samkvæmt úttekt breska ríkisútvarpsins er búist við því að del Toro hreppi verðlaunastyttuna fyrir bestu leikstjórn. Three Billboards Outside Ebbing, Missouri fékk átta tilnefningar en kvikmyndin vann einmitt fern verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar. Kvikmyndin þykir líklegust til að vinna aðalverðlaun kvöldsins, þ.e. bestu mynd, og aðalleikkonan Frances McDormand sömuleiðis talin líklegust til sigurs í flokki bestu leikkonu í aðalhlutverki. Dunkirk úr smiðju Christopher Nolan er svo tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Hér má nálgast listann yfir tilnefningar kvöldsins í heild sinni. Íslenskir áhorfendur og nátthrafnar geta fylgst með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni útsendingu á Ríkisútvarpinu í nótt en ljóst er að mikið verður um dýrðir í Dolby-salnum í Los Angeles. Útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 00:15 eftir miðnætti og þá verður sýnt beint frá verðlaunaathöfninni klukkan 01:00.
Bíó og sjónvarp Menning Óskarinn Tengdar fréttir Casey Affleck afhendir ekki Óskarsverðlaun í ár Samkvæmt frétt Variety mun Affleck ekki mæta á Óskarsverðlaunin en það var langt því frá óumdeilt þegar hann hlaut verðlaunin í fyrra. 25. janúar 2018 22:31 Óskarinn 2018: Shape of Water fékk 13 tilnefningar Rétt eftir hádegi í dag voru tilnefningar til Óskarsverðlauna tilkynntar í Los Angeles. 23. janúar 2018 15:15 Bestu móment Óskarsins Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Hollywood aðfaranótt mánudags og um að gera að fara að hita upp. 2. mars 2018 17:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Casey Affleck afhendir ekki Óskarsverðlaun í ár Samkvæmt frétt Variety mun Affleck ekki mæta á Óskarsverðlaunin en það var langt því frá óumdeilt þegar hann hlaut verðlaunin í fyrra. 25. janúar 2018 22:31
Óskarinn 2018: Shape of Water fékk 13 tilnefningar Rétt eftir hádegi í dag voru tilnefningar til Óskarsverðlauna tilkynntar í Los Angeles. 23. janúar 2018 15:15
Bestu móment Óskarsins Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Hollywood aðfaranótt mánudags og um að gera að fara að hita upp. 2. mars 2018 17:00