Opna göngustíg fyrir hreyfihamlaða við Fjaðrárgljúfur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 14:01 Göngustígurinn við Fjaðrárgljúfur er fær hreyfihömluðum. Mynd/Umhverfisstofnun Nýr göngustígur hefur verið opnaður við Fjaðrárgljúfur frá Lakavegi að útsýnispalli við gljúfrið. Fyrirtækið Stokkar og Steinar gerir stíginn en hann er hannaður til að verða fær hjólastólum fullkláraður. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að göngustígurinn sé uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd. Geogrid er notað á blautustu köflunum, þunnt plastnet, sem sett er undir mölina til að koma í veg fyrir að mold og möl blandist saman og að stígurinn sígi þannig að hann fljóti í raun ofan á votlendinu. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélagsins. Megintilgangurinn er að draga úr álagi á náttúru svæðisins með stýrðri umferð og bæta um leið aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Göngustígurinn hefur verið opnaður og er hægt að ganga frá útskoti við Lakaveg. Umhverfisstofnun bendir á að takmörkuð bílastæði eru við Fjaðrárgljúfur miðað við þann gríðarlega fjölda gesta sem heimsækja svæðið dag hvern. Eins og áður hefur komið fram er svæðið illa farið vegna ágangs ferðamanna. Hefur verið brugðist við því með aukinni landvörslu, uppbyggingu innviða og stýrðri umferð um svæðið. „Því miður fara ekki allir gestir eftir reglum sem gilda á svæðinu. Þess vegna gengur illa að græða upp sár í gróðursverðinum á hluta svæðisins og er þar helst að nefna brúnir Fjaðrárgljúfur. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og upplýsum gesti um mikilvægi þess að fara eftir þeim reglum sem gilda á náttúruverndarsvæðum svo okkur takist að vernda þau gegn ágangi og koma í veg fyrir lokanir,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar. Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Nýr göngustígur hefur verið opnaður við Fjaðrárgljúfur frá Lakavegi að útsýnispalli við gljúfrið. Fyrirtækið Stokkar og Steinar gerir stíginn en hann er hannaður til að verða fær hjólastólum fullkláraður. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að göngustígurinn sé uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd. Geogrid er notað á blautustu köflunum, þunnt plastnet, sem sett er undir mölina til að koma í veg fyrir að mold og möl blandist saman og að stígurinn sígi þannig að hann fljóti í raun ofan á votlendinu. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélagsins. Megintilgangurinn er að draga úr álagi á náttúru svæðisins með stýrðri umferð og bæta um leið aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Göngustígurinn hefur verið opnaður og er hægt að ganga frá útskoti við Lakaveg. Umhverfisstofnun bendir á að takmörkuð bílastæði eru við Fjaðrárgljúfur miðað við þann gríðarlega fjölda gesta sem heimsækja svæðið dag hvern. Eins og áður hefur komið fram er svæðið illa farið vegna ágangs ferðamanna. Hefur verið brugðist við því með aukinni landvörslu, uppbyggingu innviða og stýrðri umferð um svæðið. „Því miður fara ekki allir gestir eftir reglum sem gilda á svæðinu. Þess vegna gengur illa að græða upp sár í gróðursverðinum á hluta svæðisins og er þar helst að nefna brúnir Fjaðrárgljúfur. Mikilvægt er að við tökum höndum saman og upplýsum gesti um mikilvægi þess að fara eftir þeim reglum sem gilda á náttúruverndarsvæðum svo okkur takist að vernda þau gegn ágangi og koma í veg fyrir lokanir,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar.
Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira