Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2018 19:00 Lög um sanngirnisbætur voru sett árið 2010 og byggjast á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 til 2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Málið hófst þegar Breiðurvíkurmálið komst í hámæli árið 2007 en í kjölfar þess hófst viðamikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna. Í ljós kom að börn á ellefu stofnunum höfðu mátt sæta illri meðferð. Heimilin sem um ræðir eru Unglingaheimili ríkisins, Vistheimilið Silungapollur, Heyrnleysingjaskólinn, Heimavistarskólinn að Jaðri í Elliðavatnslandi, Vistheimilið Breiðavík, Upptökuheimili ríkisins, Kópavogshæli, Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit Landakotsskóli, Vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri, Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Alls sóttu 1190 manns um sanngirnisbætur og 1162 fengu greiddar bæturnar. Skýrsla um niðurstöður á greiðslu þeirra var kynnt í dómsmálaráðuneytinu í dag. Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður við umsækjendur segir að margt hafi komið fram í ferlinu. „Það sem stingur í augu er til dæmis Landakotsskóli en þar talaði ég við rúmlega fimmtugan mann um ofbeldi sem viðgekkst þar og svo annan sem var um þrítugt og allan tímann hafði sama ofbeldið viðgengist. Eftirlitið með þessum stofnunum var mjög ábótavant,“ segir Guðrún. Tvö hundruð manns fá hæstu bætur eða sjö komma fjórar milljónir króna en það á við þegar fólk dvaldi lengi á stofnun, fór á milli margra eða þar sem voru framin alvarleg brot. „Á Kópavogshæli, Breiðavík og í Herynleysingjaskólanum voru framin afar alvarleg brot og fólk sem dvaldi þar sem börn fær oft háar bætur,“ segir Halldór Þormaður Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta. Þau Guðrún og Halldór segja að samfélagið geti lært margt af málinu. „Við þurfum alltaf að hafa í huga velferð barna,“ segir Halldór að lokum. Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Lög um sanngirnisbætur voru sett árið 2010 og byggjast á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 til 2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Málið hófst þegar Breiðurvíkurmálið komst í hámæli árið 2007 en í kjölfar þess hófst viðamikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna. Í ljós kom að börn á ellefu stofnunum höfðu mátt sæta illri meðferð. Heimilin sem um ræðir eru Unglingaheimili ríkisins, Vistheimilið Silungapollur, Heyrnleysingjaskólinn, Heimavistarskólinn að Jaðri í Elliðavatnslandi, Vistheimilið Breiðavík, Upptökuheimili ríkisins, Kópavogshæli, Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit Landakotsskóli, Vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri, Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Alls sóttu 1190 manns um sanngirnisbætur og 1162 fengu greiddar bæturnar. Skýrsla um niðurstöður á greiðslu þeirra var kynnt í dómsmálaráðuneytinu í dag. Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður við umsækjendur segir að margt hafi komið fram í ferlinu. „Það sem stingur í augu er til dæmis Landakotsskóli en þar talaði ég við rúmlega fimmtugan mann um ofbeldi sem viðgekkst þar og svo annan sem var um þrítugt og allan tímann hafði sama ofbeldið viðgengist. Eftirlitið með þessum stofnunum var mjög ábótavant,“ segir Guðrún. Tvö hundruð manns fá hæstu bætur eða sjö komma fjórar milljónir króna en það á við þegar fólk dvaldi lengi á stofnun, fór á milli margra eða þar sem voru framin alvarleg brot. „Á Kópavogshæli, Breiðavík og í Herynleysingjaskólanum voru framin afar alvarleg brot og fólk sem dvaldi þar sem börn fær oft háar bætur,“ segir Halldór Þormaður Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta. Þau Guðrún og Halldór segja að samfélagið geti lært margt af málinu. „Við þurfum alltaf að hafa í huga velferð barna,“ segir Halldór að lokum.
Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11