Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2018 20:30 Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22