Norskur sérfræðingur: Svíar leyfðu Serbum að skora því þeir vilja ekki að Ísland komist áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 10:30 Svíinn Philip Henningsson fagnar marki á móti Serbum. Vísir/EPA Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðli Íslands á EM í Króatíu og eins og oft áður geta skapist skrýtnar kringumstæður í leikjunum þegar liðin keppast um sæti í millriðlinum. Ísland, Svíþjóð og Serbía geta öll endað með jafnmörg stig eftir leiki dagsins og aðeins tvö þeirra komast þá áfram í milliriðil. Þá munu úrslitin úr innbyrðisleikjum þessa þriggja liða ráða úrslitum. Íslenska liðið tryggir sér sigur með því að ná í stig í leiknum á móti Serbum og íslenska liðið má einnig tapa með þremur mörkum eða minna. Vinna Serbarnir hinsvegar stærri sigur þá sitja íslensku strákarnir eftir í riðlinum. Það besta fyrir sænska landsliðið væri að Serbarnir færu með þeim í stað Íslendinga og blaðamaður Dagbladet í Noregi vakti athygli á því í gær að svo virtist sem Svíar hafi leyft Serbum að skora síðustu mörkin sín í 30-25 sigri Svíþjóðar á Serbíu á sunnudaginn.Vísir/GettyJohan Flinck, sérfræðingur Dagbladet í Noregi, er nefnilega sannfærður um að Svíarnir hafi reynt að fá á sig mörk í lok leiks síns á móti Serbum til að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið komist ekki upp úr riðlinum. Serbar skoruðu tvö mörk á síðustu 53 sekúndunum í leiknum þar af lokamarkið á síðustu sekúndu leiksins þar sem var eins og sænski markvörðurinn Mikael Appelgren leyfði Serbunum að skora. Ástæðan er að Svíarnir vilja taka stig með sér í milliriðilinn og þau fá þau ekki nema Serbía komist áfram á kostnað íslenska landsliðsins. Fyrir leikina í kvöld eru Svíar +3, Ísland er +2 en Serbarnir -5. Hefði Svíarnir haldið sjö marka forystu sinni á lokamínútum þá hefði markatalan verið: Svíar +5, Ísland er +2 en Serbarnir -7. Þá hefðu Serbar þurft að vinna íslenska liðið með fimm mörkum. Hvað svo sem satt reynist þá er það í höndum íslensku strákanna að klára dæmið í kvöld. Vinni íslenska liðið leikinn á móti Serbíu þá er öruggt að liðið fer áfram með tvö stig inn í milliriðilinn. EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Í kvöld fer fram lokaumferðin í riðli Íslands á EM í Króatíu og eins og oft áður geta skapist skrýtnar kringumstæður í leikjunum þegar liðin keppast um sæti í millriðlinum. Ísland, Svíþjóð og Serbía geta öll endað með jafnmörg stig eftir leiki dagsins og aðeins tvö þeirra komast þá áfram í milliriðil. Þá munu úrslitin úr innbyrðisleikjum þessa þriggja liða ráða úrslitum. Íslenska liðið tryggir sér sigur með því að ná í stig í leiknum á móti Serbum og íslenska liðið má einnig tapa með þremur mörkum eða minna. Vinna Serbarnir hinsvegar stærri sigur þá sitja íslensku strákarnir eftir í riðlinum. Það besta fyrir sænska landsliðið væri að Serbarnir færu með þeim í stað Íslendinga og blaðamaður Dagbladet í Noregi vakti athygli á því í gær að svo virtist sem Svíar hafi leyft Serbum að skora síðustu mörkin sín í 30-25 sigri Svíþjóðar á Serbíu á sunnudaginn.Vísir/GettyJohan Flinck, sérfræðingur Dagbladet í Noregi, er nefnilega sannfærður um að Svíarnir hafi reynt að fá á sig mörk í lok leiks síns á móti Serbum til að auka líkurnar á því að íslenska landsliðið komist ekki upp úr riðlinum. Serbar skoruðu tvö mörk á síðustu 53 sekúndunum í leiknum þar af lokamarkið á síðustu sekúndu leiksins þar sem var eins og sænski markvörðurinn Mikael Appelgren leyfði Serbunum að skora. Ástæðan er að Svíarnir vilja taka stig með sér í milliriðilinn og þau fá þau ekki nema Serbía komist áfram á kostnað íslenska landsliðsins. Fyrir leikina í kvöld eru Svíar +3, Ísland er +2 en Serbarnir -5. Hefði Svíarnir haldið sjö marka forystu sinni á lokamínútum þá hefði markatalan verið: Svíar +5, Ísland er +2 en Serbarnir -7. Þá hefðu Serbar þurft að vinna íslenska liðið með fimm mörkum. Hvað svo sem satt reynist þá er það í höndum íslensku strákanna að klára dæmið í kvöld. Vinni íslenska liðið leikinn á móti Serbíu þá er öruggt að liðið fer áfram með tvö stig inn í milliriðilinn.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti