Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Baldur Guðmundsson skrifar 16. janúar 2018 06:00 Köllunarklettsvegur 4. Fréttablaðið/Vilhelm Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira