Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 4. ágúst 2018 19:52 Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur í jöklarannsóknum var staddur í Hrauneyjum eftir útsýnisflug þegar Vísir náði tali af honum. Vísir/Sigurjón Uppfært 23:47: Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi Veðurstofunnar hefur hámark hlaupsins enn ekki verið náð. Má búast við að það gerist síðar í nótt. Enn hækki í Skaftá við Sveinstind þó að nokkuð hafi hægt á hækkuninni. Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni. Hann var staddur í Hrauneyjum eftir um tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar Vísir náði tali af honum. Þar komust sérfræðingar að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. „Eystri ketillinn er siginn 70 til 80 metra sem við vitum og það var ekki hægt að síga úr syllunni niður að mælistöð til að bjarga síðustu gögnum. Þetta eru dæmigerð ummerki sigs í eystri katlinum. Siginu er líklega lokið þar. Síðan flugum við yfir vestari katlinum, um fimm kílómetrum vestar, og þar sáum við greinilegar nýjar hringsprungur,“ segir Þorsteinn.Fimmtán, tuttugu metrar Hann segir greinilegt að vestari ketillinn sé því líka byrjaður að síga, kannski fimmtán, tuttugu metra. „Það er mun minna vatn í honum. Það hljóp úr honum fyrir um tveimur árum ef ég man rétt, þannig að það hefur ekki safnast neitt mjög mikið í hann. En við sjáum það núna að rennslisferillinn við Sveinstind, þar vorum við að bíða eftir að hann næði hámarki, en nú er hann á leiðinni upp aftur. Það hlýtur að vera vatnið úr vestari katlinum.“Eystri-Skaftárketill.Vísir/SigurjónÞorsteinn segir að það komi því til með að halda áfram að hækka í ánni í einhverja klukkutíma til viðbótar, eitthvað fram á nótt. „Nú er þetta framhjárennsli við Sveinstind þannig að mælirinn við Sveinstind nær ekki öllu vatninu. Þetta sem við erum að lesa, 1.500 til 1.600 rúmmetrar, fer mögulega upp í 2.000 en það vitum við ekki með vissu. Síðan mun þetta standa skemur, það sem kemur úr vestari katlinum, þar sem hitt hlaupið var búið að búa til vatnsveginn undir jöklinum. Þetta kemur því sem viðbótargusa. Þetta eru því kannski ekki góðar fréttir fyrir fólk niðri í byggð upp á rof og annað.“Er það algengt að hlaupi úr báðum kötlunum samtímis? „Nei, þetta er eiginlega alveg nýtt dæmi. Það hefur gerst að það komi úr öðrum í kjölfar hins en það að komi ofan í hinn, ég held að það hafi ekki gerst áður á þeim tíma sem menn hafa fylgst með þessum hlaupum,“ segir Þorsteinn.Brúin yfir Eldvötn klukkan 20:40.Vísir/Einar ÁrnasonMeð stærri hlaupum sem mælst hafa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að rennsli við Sveinstind hækki örlítið ennþá og hámarki virðist ekki náð. Talið sé að viðbótin vegna sigs vestari ketilsins gæti numið 10-20% aukningu við það sem kemur úr Eystri katli. „Lækkun íshellunnar í Skaftárkatli það sem af er þessu hlaupi er mjög svipuð og í hlaupinu 2015. Sambandið við GPS tæki í katlinum rofnaði þegar íshellan hafði sigið um 70 metra. Rennsli og vatnshæð hefur aukist verulega við Ása og Kirkjubæjarklaustur og búist er við að hámarki þar sé náð u.þ.b. 6-8 klst eftir að hámarki er náð við Sveinstind . Ljóst er að hlaupið er með stærri hlaupum sem mælst hafa. Eindregið er varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu, auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum og ofan hans.“Brúin yfir Eldvötn klukkan 20:40 í kvöld.Vísir/EinarVísir/jóhann k. Jóhannsson Tengdar fréttir Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Uppfært 23:47: Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi Veðurstofunnar hefur hámark hlaupsins enn ekki verið náð. Má búast við að það gerist síðar í nótt. Enn hækki í Skaftá við Sveinstind þó að nokkuð hafi hægt á hækkuninni. Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni. Hann var staddur í Hrauneyjum eftir um tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar Vísir náði tali af honum. Þar komust sérfræðingar að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. „Eystri ketillinn er siginn 70 til 80 metra sem við vitum og það var ekki hægt að síga úr syllunni niður að mælistöð til að bjarga síðustu gögnum. Þetta eru dæmigerð ummerki sigs í eystri katlinum. Siginu er líklega lokið þar. Síðan flugum við yfir vestari katlinum, um fimm kílómetrum vestar, og þar sáum við greinilegar nýjar hringsprungur,“ segir Þorsteinn.Fimmtán, tuttugu metrar Hann segir greinilegt að vestari ketillinn sé því líka byrjaður að síga, kannski fimmtán, tuttugu metra. „Það er mun minna vatn í honum. Það hljóp úr honum fyrir um tveimur árum ef ég man rétt, þannig að það hefur ekki safnast neitt mjög mikið í hann. En við sjáum það núna að rennslisferillinn við Sveinstind, þar vorum við að bíða eftir að hann næði hámarki, en nú er hann á leiðinni upp aftur. Það hlýtur að vera vatnið úr vestari katlinum.“Eystri-Skaftárketill.Vísir/SigurjónÞorsteinn segir að það komi því til með að halda áfram að hækka í ánni í einhverja klukkutíma til viðbótar, eitthvað fram á nótt. „Nú er þetta framhjárennsli við Sveinstind þannig að mælirinn við Sveinstind nær ekki öllu vatninu. Þetta sem við erum að lesa, 1.500 til 1.600 rúmmetrar, fer mögulega upp í 2.000 en það vitum við ekki með vissu. Síðan mun þetta standa skemur, það sem kemur úr vestari katlinum, þar sem hitt hlaupið var búið að búa til vatnsveginn undir jöklinum. Þetta kemur því sem viðbótargusa. Þetta eru því kannski ekki góðar fréttir fyrir fólk niðri í byggð upp á rof og annað.“Er það algengt að hlaupi úr báðum kötlunum samtímis? „Nei, þetta er eiginlega alveg nýtt dæmi. Það hefur gerst að það komi úr öðrum í kjölfar hins en það að komi ofan í hinn, ég held að það hafi ekki gerst áður á þeim tíma sem menn hafa fylgst með þessum hlaupum,“ segir Þorsteinn.Brúin yfir Eldvötn klukkan 20:40.Vísir/Einar ÁrnasonMeð stærri hlaupum sem mælst hafa Á vef Veðurstofunnar kemur fram að rennsli við Sveinstind hækki örlítið ennþá og hámarki virðist ekki náð. Talið sé að viðbótin vegna sigs vestari ketilsins gæti numið 10-20% aukningu við það sem kemur úr Eystri katli. „Lækkun íshellunnar í Skaftárkatli það sem af er þessu hlaupi er mjög svipuð og í hlaupinu 2015. Sambandið við GPS tæki í katlinum rofnaði þegar íshellan hafði sigið um 70 metra. Rennsli og vatnshæð hefur aukist verulega við Ása og Kirkjubæjarklaustur og búist er við að hámarki þar sé náð u.þ.b. 6-8 klst eftir að hámarki er náð við Sveinstind . Ljóst er að hlaupið er með stærri hlaupum sem mælst hafa. Eindregið er varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu, auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum og ofan hans.“Brúin yfir Eldvötn klukkan 20:40 í kvöld.Vísir/EinarVísir/jóhann k. Jóhannsson
Tengdar fréttir Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45