Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 17:30 Haraldur Franklín er mættur frá Skotlandi og keppir á Íslandsmótinu um helgina. vísir/getty Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer fram í Vestmannaeyjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks, meðal annars Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni. Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.Helgi segir skemmtilega frá hringnum sem að hann setti metið á og lýsir hverri holu fyrir sig í viðtali við Golf á Íslandi en vefútgáfuna má finna hér. Það fyndna er að Helgi ætlaði ekki einu sinni að spila á mótinu. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan. Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar. Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer fram í Vestmannaeyjum. Flestir af bestu kylfingum landsins mæta til leiks, meðal annars Haraldur Franklín Magnús sem keppti á Opna breska meistaramótinu í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson verða ekki með vegna verkefna erlendis í atvinnmennskunni. Vestmannaeyjavöllur er par 70 og vallarmetið 63 högg eða sjö högg undir pari. Metið setti Skagamaðurinn Helgi Dan Steinsson á stigamótaröð GSÍ (Eimskipsmótaröðin í dag) árið 2002.Helgi segir skemmtilega frá hringnum sem að hann setti metið á og lýsir hverri holu fyrir sig í viðtali við Golf á Íslandi en vefútgáfuna má finna hér. Það fyndna er að Helgi ætlaði ekki einu sinni að spila á mótinu. „Þetta var í maí 2002 og ég ætlaði ekkert í þetta golfmót. Vinur minn Ingi Rúnar Gíslason, sem var á þessum tíma golfkennari hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hringdi í mig vikunni fyrir mótið. Í því símtali sannfærði hann mig um að koma með sér og hópi af strákum úr Hafnafirði til Vestmannaeyja,“ segir Helgi Dan. Hann sá ekki eftir ákvörðuninni en hann setti niður fugl á 18. holu og kláraði hringinn á 63 höggum. Maðurinn sem ætlaði ekki að keppa á enn þá vallarmetið sextán árum síðar.
Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira