Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 23:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú að afturkalla öryggisheimildir sex fyrrverandi háttsettra embættismanna, þ. á m. öryggisheimildir John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sarah Huckabee-Sanders, talskona Hvíta hússins, greindi frá mögulegum fyrirætlunum forsetans á blaðamannafundi í dag. Til viðbótar við Brennan og Comey eiga fjögur til viðbótar á hættu að missa öryggisheimildir sínar en það eru þau James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, Andrew McGabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA.Sjá einnig: Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gagnrýnt ríkisstjórn Trumps og sagði Sanders óánægju forsetans vegna þeirrar gagnrýni ástæðu fyrir vangaveltum hans nú. Hún sagði sexmenningana hafa nýtt sér stöðu sína sem embættismenn til að leggja „tilhæfulausar ásakanir“ á hendur Bandaríkjaforseta, einkum um Rússarannsókn Roberts Muellers.Haft var eftir James Clapper og John Brennan í nóvember í fyrra að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri að spila með Trump.Vísir/GETTYÞá gat Sanders ekki sagt til um það hvenær Trump myndi taka ákvörðun um öryggisheimildir áðurefndra embættismanna. Bent hefur verið á að öryggisheimildir tveggja þeirra, Comey og McGabe, hafi nú þegar verið afturkallaðar. Trump rak þann fyrrnefnda með miklum látum í maí í fyrra og sá síðarnefndi hætti óvænt í janúar síðastliðnum. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar. CNN hafði eftir Clapper strax eftir fundinn í dag að honum þætti vangaveltur forsetans „smásálarlegar“. Hayden sagði hins vegar að ákvörðun Trumps um afturköllun öryggisheimildar hefði afskaplega lítil áhrif á sig ef til hennar kæmi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú að afturkalla öryggisheimildir sex fyrrverandi háttsettra embættismanna, þ. á m. öryggisheimildir John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sarah Huckabee-Sanders, talskona Hvíta hússins, greindi frá mögulegum fyrirætlunum forsetans á blaðamannafundi í dag. Til viðbótar við Brennan og Comey eiga fjögur til viðbótar á hættu að missa öryggisheimildir sínar en það eru þau James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, Andrew McGabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA.Sjá einnig: Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gagnrýnt ríkisstjórn Trumps og sagði Sanders óánægju forsetans vegna þeirrar gagnrýni ástæðu fyrir vangaveltum hans nú. Hún sagði sexmenningana hafa nýtt sér stöðu sína sem embættismenn til að leggja „tilhæfulausar ásakanir“ á hendur Bandaríkjaforseta, einkum um Rússarannsókn Roberts Muellers.Haft var eftir James Clapper og John Brennan í nóvember í fyrra að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri að spila með Trump.Vísir/GETTYÞá gat Sanders ekki sagt til um það hvenær Trump myndi taka ákvörðun um öryggisheimildir áðurefndra embættismanna. Bent hefur verið á að öryggisheimildir tveggja þeirra, Comey og McGabe, hafi nú þegar verið afturkallaðar. Trump rak þann fyrrnefnda með miklum látum í maí í fyrra og sá síðarnefndi hætti óvænt í janúar síðastliðnum. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar. CNN hafði eftir Clapper strax eftir fundinn í dag að honum þætti vangaveltur forsetans „smásálarlegar“. Hayden sagði hins vegar að ákvörðun Trumps um afturköllun öryggisheimildar hefði afskaplega lítil áhrif á sig ef til hennar kæmi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56
Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00