Bretar andsnúnir áformum May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar sem YouGov birti í gær. Um helmingur þjóðarinnar telur að áform May um áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu, gegn ýmsum málamiðlunum, eftir útgöngu séu hreinlega slæm fyrir Bretland. Þá sögðust einungis tíu prósent geta hugsað sér að styðja áformin ef þau væru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi stefna May er einnig umdeild innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þrír ráðherrar sögðu af sér í kjölfar samþykktar hennar, meðal annars Boris Johnson, þá utanríkisráðherra. Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra, sagði í gær að May væri enn að reyna að sannfæra ráðherra um að stefnan væri sú besta. Ýmislegt fleira kom fram í fyrrnefndri könnun. Meðal annars sögðu 34 prósent aðspurðra að Boris Johnson myndi standa sig betur en May, fengi hann að sjá um útgöngumálin. Afstaðan gagnvart Brexit virðist þó lítið hafa breyst og myndi um helmingur greiða atkvæði gegn útgöngu, yrði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá virðist málið hafa laskað Íhaldsflokkinn svo mjög, og reyndar aðra flokka líka, að þriðjungur aðspurðra sagðist geta hugsað sér að kjósa nýjan íhaldsflokk, verði slíkur stofnaður. Sunday Times greindi frá því í gær að Nigel Farage, áður formaður UKIP sem barðist af eldmóði fyrir útgöngunni, ætti nú í viðræðum við Steve Bannon, áður ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um stofnun nýs íhaldsafls. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar sem YouGov birti í gær. Um helmingur þjóðarinnar telur að áform May um áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu, gegn ýmsum málamiðlunum, eftir útgöngu séu hreinlega slæm fyrir Bretland. Þá sögðust einungis tíu prósent geta hugsað sér að styðja áformin ef þau væru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi stefna May er einnig umdeild innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þrír ráðherrar sögðu af sér í kjölfar samþykktar hennar, meðal annars Boris Johnson, þá utanríkisráðherra. Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra, sagði í gær að May væri enn að reyna að sannfæra ráðherra um að stefnan væri sú besta. Ýmislegt fleira kom fram í fyrrnefndri könnun. Meðal annars sögðu 34 prósent aðspurðra að Boris Johnson myndi standa sig betur en May, fengi hann að sjá um útgöngumálin. Afstaðan gagnvart Brexit virðist þó lítið hafa breyst og myndi um helmingur greiða atkvæði gegn útgöngu, yrði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá virðist málið hafa laskað Íhaldsflokkinn svo mjög, og reyndar aðra flokka líka, að þriðjungur aðspurðra sagðist geta hugsað sér að kjósa nýjan íhaldsflokk, verði slíkur stofnaður. Sunday Times greindi frá því í gær að Nigel Farage, áður formaður UKIP sem barðist af eldmóði fyrir útgöngunni, ætti nú í viðræðum við Steve Bannon, áður ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um stofnun nýs íhaldsafls.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40
Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00