Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 20:54 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir það óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. vísir/vilhelm „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Þá svaraði Bjarni fyrir gagnrýni á að útgjöld ríkisins hefði aukist og að báknið svokallað væri að blása út, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, komst að orði í sinni ræðu. Sagði Bjarni að slíkt væri af og frá. „Þrátt fyrir útgjaldavöxtinn sem er oft nefndur til sögunnar þá hafa útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu ekki aukist sem nokkru nemur. Á þann mælikvarða er báknið ekkert að vaxa. Það sem er að gerast er að okkur er að vaxa styrkur til þess að sinna samfélagslegum verkefnum,“ sagði Bjarni. Sagði hann það vera fagnaðarefni sem myndi skila sér í að íslenska þjóðin gæti keypt betri lyf, keypt fullkomnari þyrlur fyrir Landhelgisgæslunna og tæknilegri sjúkrahús svo dæmi væru tekin. „Við höfum aukinn styrk til þess að bera þyngir byrðar,“ sagði Bjarni sem minntist einnig á að ríkissjóður hafi létt af sér skuldum upp á 660 milljörðum á síðustu árum auk 140 milljarða sem greiddir hafi verið fyrirfram inn á ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar. Samanlagt hafi því verið létt á 800 milljarða skuld sem annars hefði verið velt yfir á framtíðarkynslóðir. „Við stöndum í dag á sterkari grunni en áður var,“ sagði Bjarni. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
„Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Þá svaraði Bjarni fyrir gagnrýni á að útgjöld ríkisins hefði aukist og að báknið svokallað væri að blása út, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, komst að orði í sinni ræðu. Sagði Bjarni að slíkt væri af og frá. „Þrátt fyrir útgjaldavöxtinn sem er oft nefndur til sögunnar þá hafa útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu ekki aukist sem nokkru nemur. Á þann mælikvarða er báknið ekkert að vaxa. Það sem er að gerast er að okkur er að vaxa styrkur til þess að sinna samfélagslegum verkefnum,“ sagði Bjarni. Sagði hann það vera fagnaðarefni sem myndi skila sér í að íslenska þjóðin gæti keypt betri lyf, keypt fullkomnari þyrlur fyrir Landhelgisgæslunna og tæknilegri sjúkrahús svo dæmi væru tekin. „Við höfum aukinn styrk til þess að bera þyngir byrðar,“ sagði Bjarni sem minntist einnig á að ríkissjóður hafi létt af sér skuldum upp á 660 milljörðum á síðustu árum auk 140 milljarða sem greiddir hafi verið fyrirfram inn á ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar. Samanlagt hafi því verið létt á 800 milljarða skuld sem annars hefði verið velt yfir á framtíðarkynslóðir. „Við stöndum í dag á sterkari grunni en áður var,“ sagði Bjarni.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20