Viðskipti innlent

Hækkun Icelandair gekk til baka

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði flugið í morgun.
Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði flugið í morgun. VÍSIR/VILHELM
Hækkanir á hlutabréfaverði Icelandair, sem greint var frá í dag, gengu til baka eftir því sem leið á daginn. Fyrir hádegi höfðu bréf í félaginu hækkað um rúm 5 prósent í tæplega 300 milljóna viðskiptum. Að loknum 632 milljón króna viðskiptum með bréf í félaginu í dag er verðið nú um 8,2 krónur á hlut, jafnhátt og það var við lokun markaða í gær.

Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúmlega 14 prósent í vikunni eftir mikla lækkunarhrinu á undanförnum mánuðum. Hlutabréfaverð í félaginu hefur alls fallið um 47 prósent á síðastliðnu ári.

Nokkuð var um hækkanir í Kauphöllinni í dag. Hagar hækkuðu um 3,33 prósent eftir tíðindi gærdagsins, en hlutabréf í Eik, Arion og Reginn hækkuðu einnig um 3 prósent. Hlutabréfaverð í HB Granda lækkuðu mest í dag, þó ekki nema um 0,63 prósent í 5 milljón króna viðskiptum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×