Níðingsháttur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. september 2018 07:00 Það eru engin ný tíðindi að komið sé svívirðilega fram við erlent starfsfólk hér á landi. Á liðnum árum hafa sögur af slæmum aðbúnaði þess og smánarlegum launum iðulega ratað í fréttir. Öllu sómasamlegu fólki ofbýður en ekkert breytist, einfaldlega vegna þess að of lítið hefur verið aðhafst. Þar hefur verkalýðshreyfingin ekki staðið sig sem skyldi, en henni til afsökunar má segja að við ofurefli hafi verið að etja. Einhver breyting virðist þó vera að verða, því verið er að stórauka vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hinn byltingarsinnaði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að meira þurfi til, þar á meðal afskipti stjórnmálamanna. Þetta er rétt hjá honum. Fólk skiptir máli og ef stjórnmál byggjast á einhverju öðru en hentistefnu hverju sinni, þá eiga stjórnmálamenn að ranka við sér við fréttir af illri meðferð á erlendu starfsfólki. Þeir eiga ekki að láta eins og þarna séu einungis á ferð dæmigerð mál sem verkalýðsforystan eigi ein að leita lausna á. Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum. Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn. Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Það eru engin ný tíðindi að komið sé svívirðilega fram við erlent starfsfólk hér á landi. Á liðnum árum hafa sögur af slæmum aðbúnaði þess og smánarlegum launum iðulega ratað í fréttir. Öllu sómasamlegu fólki ofbýður en ekkert breytist, einfaldlega vegna þess að of lítið hefur verið aðhafst. Þar hefur verkalýðshreyfingin ekki staðið sig sem skyldi, en henni til afsökunar má segja að við ofurefli hafi verið að etja. Einhver breyting virðist þó vera að verða, því verið er að stórauka vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hinn byltingarsinnaði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að meira þurfi til, þar á meðal afskipti stjórnmálamanna. Þetta er rétt hjá honum. Fólk skiptir máli og ef stjórnmál byggjast á einhverju öðru en hentistefnu hverju sinni, þá eiga stjórnmálamenn að ranka við sér við fréttir af illri meðferð á erlendu starfsfólki. Þeir eiga ekki að láta eins og þarna séu einungis á ferð dæmigerð mál sem verkalýðsforystan eigi ein að leita lausna á. Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum. Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn. Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun