Richarlison skoraði tvö mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Neymar, Philippe Coutinho og Marquinhos voru líka á skotskónum. Neymar gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.
ACABOU! Cheio de novidades na escalação, o #Brasil goleia @LaSelecta_SLV e fecha mais um compromisso com duas vitórias! #GigantesPorNatureza
5-0 | #BRAxESApic.twitter.com/A4NbojAbbo
— CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018
Richarlison var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brasilíu þegar liðið vann 5-0 sigur á El Slavador á FedExField leikvanginum í Maryland.
Richarlison er nýorðinn liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar en Everton keypti hann frá Watford fyrir 50 milljónir punda í sumar. Hann hefur skoraði 3 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum með Everton-liðinu í ensku úrvalsdeildinni.
Richarlison var fljótur að láta til sín taka í leiknum í nótt því hann fiskaði víti strax á annarri mínútur. Neymar skoraði úr vítinu.
Richarlison skoraði síðan sjálfur á 16. mínútu eftir sendingu frá Neymar og Neymar lagði líka upp mark fyrir Philippe Coutinho á 30. mínútu. Brasilíumenn voru því 3-0 yfir í hálfleik.
Richarlison skoraði fjórða markið og annað markið sitt á 50. mínútu og varnarmaðurinn Marquinhos skallaði síðan boltann í markið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Neymar.
O primeiro pela #SeleçãoBrasileira é inesquecível! @richarlison97#BRAxESA#DançadoPombo
Lucas Figueiredo / CBF pic.twitter.com/NiYuGMmEp5
— CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018
Argentínumenn léku án Lionel Messi í nótt og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Kólumbíu.
Hinn 19 ára gamli miðjumaður Tyler Adam tryggði bandaríska landsliðinu 1-0 sigur á Mexíkó þegar liðin mættust í Nashville. Fjórum mínútum fyrir markið þá misstu Mexíkóbúar Angel Zaldivar útaf með rautt spjald.