Innlent

Suðurlandsvegur opnaður aftur eftir alvarlegt umferðarslys

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins
Frá vettvangi slyssins
Suðurlandsvegur er lokaður við Landvegamót, austan við, umferð er beint í gegnum hjáleið. Þeir sem eru á leið austur, frá Selfossi og í átt að Hellu/Hvolsvelli þá er umferðinni beint á veg í kringum Vestra-Gíslholtsvatn.

Ekki hægt að segja á þessari stundu hversu lengi vegurinn verður lokaður en tilkynnt verður um leið og hann opnast aftur.

Af þessum sökum lengist leiðin um um það bil 20 km. Er brýnt fyrir ökumönnum mikilvægi þess að sýna skilning og þolinmæði, halda framúrakstri í lág­marki og taka mið af aðstæðum.

Uppfært klukkan 15:45:

Slysið varð gegnt býlinu Lækjarholti og hefur umferð um veginn verið lokuð hátt í tvær klukkustundir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og er snúin aftur til Reykjavíkur.

Uppfært klukkan 16:49:

Umferð hefur verið hleypt í gegn að hluta. Um varð að ræða þá bíla sem höfðu beðið á slysstað. 

Uppfært klukkan 17:33:

Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg að nýju eftir slysið.

Kort af hjáleiðinni.
Frá vettvangi slyssins.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×