17 ára grunaður um innbrot við Holtaveg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 07:42 Tveir menn eru grunaðir um að hafa brotist inn á heimili við Holtaveg. Vísir Tveir ungir menn voru á ellefta tímanum í gærkvöldi handteknir grunaðir um húsbrot við Holtaveg í Reykjavík. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu á meðan rannsókn fór fram og skýrslur teknar. Annar þeirra, sem handteknir voru, er aðeins 17 ára og var móðir hans viðstödd skýrslutöku og tilkynning send til Barnaverndar. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi voru afskipti höfð af ökumanni bifreiðar á Bústaðavegi við Sprengisand. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Farþegi í bílnum reyndist vera eftirlýstur vegna fullnustu dóms. Maðurinn var handtekinn og færður á viðeigandi stofnun. Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru afskipti höfð af fjórum mönnum í bifreið við Bústaðaveg. Mennirnir framvísuðu ætluðum fríkniefnum sem einn þeirra sagðist eiga. Maðurinn er grunaður um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Bifreið var stöðvuð við Jafnasel á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa ekið ítrekað sviptur ökuréttindum. Laust eftir klukkan þrjú í nótt var bifreið stöðvuð á Breiðholtsbraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fyrir að hafa ekið ítrekað sviptur ökuréttindum. Klukkan sjö í gær stöðvaði lögregla bifreið á Suðurlandsvegi við Sandskeið eftir hraðamælinguna 157/90 km/klst. Ökumaðurinn var í framhaldinu sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Bifreið án skráningarnúmers var stöðvuð á Vesturlandsvegi við Húsasmiðjuna klukkan ellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bifreið var klukkan 00:29 stöðvuð á Gullinbrú eftir hraðamælingu 126/60. Ökumaðurinn var aðeins 17 ára og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Móðir ökumanns sótti drenginn á lögreglustöðina og tilkynning var send til Barnaverndar. Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Tveir ungir menn voru á ellefta tímanum í gærkvöldi handteknir grunaðir um húsbrot við Holtaveg í Reykjavík. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu á meðan rannsókn fór fram og skýrslur teknar. Annar þeirra, sem handteknir voru, er aðeins 17 ára og var móðir hans viðstödd skýrslutöku og tilkynning send til Barnaverndar. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi voru afskipti höfð af ökumanni bifreiðar á Bústaðavegi við Sprengisand. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Farþegi í bílnum reyndist vera eftirlýstur vegna fullnustu dóms. Maðurinn var handtekinn og færður á viðeigandi stofnun. Á tólfta tímanum í gærkvöldi voru afskipti höfð af fjórum mönnum í bifreið við Bústaðaveg. Mennirnir framvísuðu ætluðum fríkniefnum sem einn þeirra sagðist eiga. Maðurinn er grunaður um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Bifreið var stöðvuð við Jafnasel á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að hafa ekið ítrekað sviptur ökuréttindum. Laust eftir klukkan þrjú í nótt var bifreið stöðvuð á Breiðholtsbraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og fyrir að hafa ekið ítrekað sviptur ökuréttindum. Klukkan sjö í gær stöðvaði lögregla bifreið á Suðurlandsvegi við Sandskeið eftir hraðamælinguna 157/90 km/klst. Ökumaðurinn var í framhaldinu sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Bifreið án skráningarnúmers var stöðvuð á Vesturlandsvegi við Húsasmiðjuna klukkan ellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bifreið var klukkan 00:29 stöðvuð á Gullinbrú eftir hraðamælingu 126/60. Ökumaðurinn var aðeins 17 ára og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Móðir ökumanns sótti drenginn á lögreglustöðina og tilkynning var send til Barnaverndar.
Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira