Viðskipti

Hagnaður Arion dróst saman um 56 prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Hagnaður Arion banka nam 3,1 milljarði króna á öðrum fjórðungi ársins og dróst saman um 56 prósent frá fyrra ári þegar hann nam 7,1 milljarði króna.

Arðsemi eigin fjár var 5,9 prósent á ársfjórðungnum en til samanburðar var arðsemin 13 prósent á sama tímabili í fyrra, samkvæmt afkomutilkynningu bankans.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri, segir afkomu bankans á öðrum ársfjórðungi í takt við væntingar eftir erfiðan fyrsta fjórðung.

Hann segir bankann jafnframt hafa fengið alþjóðlega ráðgjafa til liðs við sig til þess að meta hvernig best sé að haga framtíðareignarhaldi dótturfélagsins Valitors. Fjárfestar hafi sýnt stöðu og þróun kortafyrirtækisins áhuga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×