Sjáðu norska skíðastjörnu brjálast eftir að áhorfendur reyndu að henda í hann snjóboltum í brautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 14:00 Henrik Kristoffersen var allt annað en sáttur. Vísir/Getty Það virðast vera komnar fram „skíðabullur“ í Austurríki en margir hneykluðust yfir framgöngu áhorfenda í heimsbikarmóti í svigi í gær nú þegar aðeins nokkrar vikur eru í að Ólympíuleikarnir hefjast í Suður-Kóreu. Áhorfendur taka oft upp á ýmsu til að trufla íþróttamennina sem eru að keppa við þeirra menn en það er ekki algengt að sjá slíkt í alpagreinunum. Svo var samt raunin þegar Austurríksmaðurinn Marcel Hirscher og Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen kepptu um fyrsta sætið á móti í Schladming í Austurríki. Marcel Hirscher var á heimavelli og í baráttunni um sigurinn við Kristoffersen. Þegar Norðmaðurinn rendi sér niður brautina sáust snjóboltar koma fljúgandi í áttina að honum. Enginn þeirra hitti hann en Kristoffersen var hinsvegar öskuillur þegar hann var kom í mark. Kristoffersen öskraði á mótshaldara og henti meira segja sjálfur smá snjó upp í stúku. „Þetta var ókurteisi og alls ekki í lagi,“ sagði Henrik Kristoffersen en hann endaði svo í öðru sæti á eftir Marcel Hirscher. Norðmaðurinn sagði samt að snjóboltarnir hefðu ekki tekið af honum sigurinn. „Ég hefði ekki unnið þó að það hefðu ekki verið snjóboltar,“ sagði Kristoffersen. „Ég finn til með Henrik. 99,9 prósent af 41 þúsund áhorfendum á mótinu voru frábærir áhorfendur. Það er synd að við skulum líka hafa áhorfendur sem láta svona,“ sagði Marcel Hirscher. Marcel Hirscher kom í mark á 1:43.56 mín. en Henrik Kristoffersen kláraði á 1:43.95 mín. Hér fyrir neðan má sjá atvikið. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Það virðast vera komnar fram „skíðabullur“ í Austurríki en margir hneykluðust yfir framgöngu áhorfenda í heimsbikarmóti í svigi í gær nú þegar aðeins nokkrar vikur eru í að Ólympíuleikarnir hefjast í Suður-Kóreu. Áhorfendur taka oft upp á ýmsu til að trufla íþróttamennina sem eru að keppa við þeirra menn en það er ekki algengt að sjá slíkt í alpagreinunum. Svo var samt raunin þegar Austurríksmaðurinn Marcel Hirscher og Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen kepptu um fyrsta sætið á móti í Schladming í Austurríki. Marcel Hirscher var á heimavelli og í baráttunni um sigurinn við Kristoffersen. Þegar Norðmaðurinn rendi sér niður brautina sáust snjóboltar koma fljúgandi í áttina að honum. Enginn þeirra hitti hann en Kristoffersen var hinsvegar öskuillur þegar hann var kom í mark. Kristoffersen öskraði á mótshaldara og henti meira segja sjálfur smá snjó upp í stúku. „Þetta var ókurteisi og alls ekki í lagi,“ sagði Henrik Kristoffersen en hann endaði svo í öðru sæti á eftir Marcel Hirscher. Norðmaðurinn sagði samt að snjóboltarnir hefðu ekki tekið af honum sigurinn. „Ég hefði ekki unnið þó að það hefðu ekki verið snjóboltar,“ sagði Kristoffersen. „Ég finn til með Henrik. 99,9 prósent af 41 þúsund áhorfendum á mótinu voru frábærir áhorfendur. Það er synd að við skulum líka hafa áhorfendur sem láta svona,“ sagði Marcel Hirscher. Marcel Hirscher kom í mark á 1:43.56 mín. en Henrik Kristoffersen kláraði á 1:43.95 mín. Hér fyrir neðan má sjá atvikið.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira