Sjáðu norska skíðastjörnu brjálast eftir að áhorfendur reyndu að henda í hann snjóboltum í brautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 14:00 Henrik Kristoffersen var allt annað en sáttur. Vísir/Getty Það virðast vera komnar fram „skíðabullur“ í Austurríki en margir hneykluðust yfir framgöngu áhorfenda í heimsbikarmóti í svigi í gær nú þegar aðeins nokkrar vikur eru í að Ólympíuleikarnir hefjast í Suður-Kóreu. Áhorfendur taka oft upp á ýmsu til að trufla íþróttamennina sem eru að keppa við þeirra menn en það er ekki algengt að sjá slíkt í alpagreinunum. Svo var samt raunin þegar Austurríksmaðurinn Marcel Hirscher og Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen kepptu um fyrsta sætið á móti í Schladming í Austurríki. Marcel Hirscher var á heimavelli og í baráttunni um sigurinn við Kristoffersen. Þegar Norðmaðurinn rendi sér niður brautina sáust snjóboltar koma fljúgandi í áttina að honum. Enginn þeirra hitti hann en Kristoffersen var hinsvegar öskuillur þegar hann var kom í mark. Kristoffersen öskraði á mótshaldara og henti meira segja sjálfur smá snjó upp í stúku. „Þetta var ókurteisi og alls ekki í lagi,“ sagði Henrik Kristoffersen en hann endaði svo í öðru sæti á eftir Marcel Hirscher. Norðmaðurinn sagði samt að snjóboltarnir hefðu ekki tekið af honum sigurinn. „Ég hefði ekki unnið þó að það hefðu ekki verið snjóboltar,“ sagði Kristoffersen. „Ég finn til með Henrik. 99,9 prósent af 41 þúsund áhorfendum á mótinu voru frábærir áhorfendur. Það er synd að við skulum líka hafa áhorfendur sem láta svona,“ sagði Marcel Hirscher. Marcel Hirscher kom í mark á 1:43.56 mín. en Henrik Kristoffersen kláraði á 1:43.95 mín. Hér fyrir neðan má sjá atvikið. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Það virðast vera komnar fram „skíðabullur“ í Austurríki en margir hneykluðust yfir framgöngu áhorfenda í heimsbikarmóti í svigi í gær nú þegar aðeins nokkrar vikur eru í að Ólympíuleikarnir hefjast í Suður-Kóreu. Áhorfendur taka oft upp á ýmsu til að trufla íþróttamennina sem eru að keppa við þeirra menn en það er ekki algengt að sjá slíkt í alpagreinunum. Svo var samt raunin þegar Austurríksmaðurinn Marcel Hirscher og Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen kepptu um fyrsta sætið á móti í Schladming í Austurríki. Marcel Hirscher var á heimavelli og í baráttunni um sigurinn við Kristoffersen. Þegar Norðmaðurinn rendi sér niður brautina sáust snjóboltar koma fljúgandi í áttina að honum. Enginn þeirra hitti hann en Kristoffersen var hinsvegar öskuillur þegar hann var kom í mark. Kristoffersen öskraði á mótshaldara og henti meira segja sjálfur smá snjó upp í stúku. „Þetta var ókurteisi og alls ekki í lagi,“ sagði Henrik Kristoffersen en hann endaði svo í öðru sæti á eftir Marcel Hirscher. Norðmaðurinn sagði samt að snjóboltarnir hefðu ekki tekið af honum sigurinn. „Ég hefði ekki unnið þó að það hefðu ekki verið snjóboltar,“ sagði Kristoffersen. „Ég finn til með Henrik. 99,9 prósent af 41 þúsund áhorfendum á mótinu voru frábærir áhorfendur. Það er synd að við skulum líka hafa áhorfendur sem láta svona,“ sagði Marcel Hirscher. Marcel Hirscher kom í mark á 1:43.56 mín. en Henrik Kristoffersen kláraði á 1:43.95 mín. Hér fyrir neðan má sjá atvikið.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira