Dóttir Woody Allen hjólar í Timberlake fyrir að vinna með föður hennar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:45 Justin Timberlake er hér lengst til vinstri ásamt þeim Kate Winslet, Woody Allen, Juno Temple og Jim Belushi á frumsýningu myndar Allen Wonder Wheel þar sem Timberlake fer með eitt aðalhlutverkið. vísir/getty Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Farrow, sem er ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, svaraði Timberlake á Twitter í gær þar sem hann spurði hver væri eiginlega merking orðatiltækisins að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Sagði Farrow að orðatiltækið þýddi til dæmis að ekki væri hægt að styðja við átakið Time‘s Up og dásama kynferðisbrotamenn á sama tíma. „Þú getur ekki varðveitt trúverðugleika þinn sem aktívisti (það er átt kökuna) og á sama tíma dásamað kynferðisbrotamann (það er borðað kökuna),“ sagði Farrow í svari sínu til Timberlake. Farrow svaraði Timberlake fullum hálsi á Twitter. Segist heillaður af baráttu kvenna en draumur rættist þegar hann vann með Woody Allen Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dylan Farrow gagnrýnir stjörnur skemmtanabransans, og þar á meðal Justin Timberlake, fyrir að vinna með föður hennar. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hún væri komin með nóg af hræsnurunum sem segjast styðja vitundarvakninguna í Hollywood um kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna en kjósa samt að starfa með föður hennar. Þá sagði hún þetta um Timberlake: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Woody Allen en þær Mira Sorvino og Greta Gerwig hafa báðar sagt að þær muni aldrei vinna aftur með Allen. Allen hefur alltaf neitað ásökunum Dylan Farrow um kynferðislega misnotkun en á það hefur verið bent að dómari í forræðisdeilu hans og Miu Farrow á 10. áratug síðustu aldar komst að þeirri niðurstöðu að hegðun Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðeigandi. MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, lætur söngvarann Justin Timberlake heyra það fyrir að fyrir að hafa unnið með föður hennar en eins og kunnugt er hefur Farrow sakað Allen um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn. Farrow, sem er ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, svaraði Timberlake á Twitter í gær þar sem hann spurði hver væri eiginlega merking orðatiltækisins að vilja eiga kökuna og borða hana líka. Sagði Farrow að orðatiltækið þýddi til dæmis að ekki væri hægt að styðja við átakið Time‘s Up og dásama kynferðisbrotamenn á sama tíma. „Þú getur ekki varðveitt trúverðugleika þinn sem aktívisti (það er átt kökuna) og á sama tíma dásamað kynferðisbrotamann (það er borðað kökuna),“ sagði Farrow í svari sínu til Timberlake. Farrow svaraði Timberlake fullum hálsi á Twitter. Segist heillaður af baráttu kvenna en draumur rættist þegar hann vann með Woody Allen Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dylan Farrow gagnrýnir stjörnur skemmtanabransans, og þar á meðal Justin Timberlake, fyrir að vinna með föður hennar. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að hún væri komin með nóg af hræsnurunum sem segjast styðja vitundarvakninguna í Hollywood um kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna en kjósa samt að starfa með föður hennar. Þá sagði hún þetta um Timberlake: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Woody Allen en þær Mira Sorvino og Greta Gerwig hafa báðar sagt að þær muni aldrei vinna aftur með Allen. Allen hefur alltaf neitað ásökunum Dylan Farrow um kynferðislega misnotkun en á það hefur verið bent að dómari í forræðisdeilu hans og Miu Farrow á 10. áratug síðustu aldar komst að þeirri niðurstöðu að hegðun Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðeigandi.
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42