Grindhvalirnir sneru aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 08:57 Brúin virðist hindra hvalina í að synda aftur út úr Kolgrafafirði. Skjáskot Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. Í samtali við Vísi segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, að strætóbílstjóri hafi orðið vöðunnar var í morgun, um klukkan átta. Síðast spurðist til grindhvalahópsins upp úr miðnætti og var hann þá fyrir utan brúnna sem þverar fjörðinn. Því sé ljóst að hvalirnir hafi steypt sér inn með affallinu einhvern tímann á þessu átta klukkustunda tímabili. Einar segist efast um að björgunarsveitirnar geri neitt í málinu í dag. Ekki sé þó hægt að útiloka að hvalirnir leiti á land, eins og síldartorfan gerði í Kolgrafafirði árin 2012-13. Fari svo muni björgunarsveitarmenn þó að sjálfsögðu aðstoða þá aftur á haf út. Tíminn verði þó að leiða það í ljós hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra aðgerða. Svo virðist sem brúin yfir fjörðinn hindri hvalina í að leita aftur út á haf, þrátt fyrir að þeir virðist hæglega geta synt þangað inn. Því væri hálfgert Sisýfosverk að reka þá út úr Kolgrafafirði til þess eins að þeir syndi þangað jafnharðan aftur. Einar Strand segist ekki muna eftir því að grindhvalir hafi áður leitað inn í Kolgrafafjörð. Hann hefur ágætis yfirsýn yfir málið, enda búið á svæðinu í um tuttugu ár og verið vel tengdur inn í björgunarsveitarstarfsemina allan þann tíma. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum. Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. Í samtali við Vísi segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, að strætóbílstjóri hafi orðið vöðunnar var í morgun, um klukkan átta. Síðast spurðist til grindhvalahópsins upp úr miðnætti og var hann þá fyrir utan brúnna sem þverar fjörðinn. Því sé ljóst að hvalirnir hafi steypt sér inn með affallinu einhvern tímann á þessu átta klukkustunda tímabili. Einar segist efast um að björgunarsveitirnar geri neitt í málinu í dag. Ekki sé þó hægt að útiloka að hvalirnir leiti á land, eins og síldartorfan gerði í Kolgrafafirði árin 2012-13. Fari svo muni björgunarsveitarmenn þó að sjálfsögðu aðstoða þá aftur á haf út. Tíminn verði þó að leiða það í ljós hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra aðgerða. Svo virðist sem brúin yfir fjörðinn hindri hvalina í að leita aftur út á haf, þrátt fyrir að þeir virðist hæglega geta synt þangað inn. Því væri hálfgert Sisýfosverk að reka þá út úr Kolgrafafirði til þess eins að þeir syndi þangað jafnharðan aftur. Einar Strand segist ekki muna eftir því að grindhvalir hafi áður leitað inn í Kolgrafafjörð. Hann hefur ágætis yfirsýn yfir málið, enda búið á svæðinu í um tuttugu ár og verið vel tengdur inn í björgunarsveitarstarfsemina allan þann tíma. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum.
Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37