Ágúst: Sýndum mikinn karakter Þór Símon skrifar 13. ágúst 2018 20:33 Ágúst er að gera góða hluti í Kópavoginum. vísir/daníel „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Áttum erfiðan fyrsta hálftíma þar sem við héldum boltanum illa og Víkingar áttu skilið að komast yfir,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir erfiðan 3-2 sigur gegn Víkingum í Víkinni í kvöld. Breiðablik lenti 1-0 undir og áttu erfitt uppdráttar gegn hungruðum Víkingum sem sýndu klærnar í kvöld en Breiðablik náði svo forystunni með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. „Það kemur einhver rosalegur kraftur í okkur og við skorum tvö með stuttu millibili. Sýndum mikinn karakter og fórum með það í seinni hálfleik og skoruðum þriðja,“ sagði Ágúst en þrátt fyrir að vera með tveggja marka forystu voru úrslitin ekki alveg ráðin er Víkingar minnkuðu muninn með marki Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu. „Það fór smá um mann þegar þeir minnkuðu muninn í 3-2. En við sigldum þessu heim og fengum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.“ Annað mark Breiðabliks var skrautlegt með meiru er mikill misskilningur var á milli varnarmanns Víkinga, Gunnlaugs Fannars, og markvarðarins, Andreas Larsen, sem leiddi til þess að Willum Þór skoraði í autt mark Víkinga og kom Breiðablik í forystu. Ágúst segir sína menn af sjálfsögðu þyggja öll sambærileg mistök hjá andstæðingum sínum. „Við tökum því fegins auðvitað. En við skoruðum líka úr tveimur föstum leikatriðum sem var mjög sætt,“ sagði Ágúst sem er strax farinn að einbeita sér að næsta leik Blika sem er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er liðið fær 1. deildar lið Víkings Ólafsvíkur í heimsókn. „Við „tjösslum“ liðinu aðeins saman fyrir þann leik og sjáum hvernig staðan er á mönnum. Ætlum okkur í bikarúrslitin.“ Breiðablik er nú á toppnum með á toppnum með 34 stig eftir 16. umferðir en bæði Valur og Stjarnan sem fylgja fast á eftir eiga leik til góða. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Áttum erfiðan fyrsta hálftíma þar sem við héldum boltanum illa og Víkingar áttu skilið að komast yfir,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir erfiðan 3-2 sigur gegn Víkingum í Víkinni í kvöld. Breiðablik lenti 1-0 undir og áttu erfitt uppdráttar gegn hungruðum Víkingum sem sýndu klærnar í kvöld en Breiðablik náði svo forystunni með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. „Það kemur einhver rosalegur kraftur í okkur og við skorum tvö með stuttu millibili. Sýndum mikinn karakter og fórum með það í seinni hálfleik og skoruðum þriðja,“ sagði Ágúst en þrátt fyrir að vera með tveggja marka forystu voru úrslitin ekki alveg ráðin er Víkingar minnkuðu muninn með marki Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu. „Það fór smá um mann þegar þeir minnkuðu muninn í 3-2. En við sigldum þessu heim og fengum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.“ Annað mark Breiðabliks var skrautlegt með meiru er mikill misskilningur var á milli varnarmanns Víkinga, Gunnlaugs Fannars, og markvarðarins, Andreas Larsen, sem leiddi til þess að Willum Þór skoraði í autt mark Víkinga og kom Breiðablik í forystu. Ágúst segir sína menn af sjálfsögðu þyggja öll sambærileg mistök hjá andstæðingum sínum. „Við tökum því fegins auðvitað. En við skoruðum líka úr tveimur föstum leikatriðum sem var mjög sætt,“ sagði Ágúst sem er strax farinn að einbeita sér að næsta leik Blika sem er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er liðið fær 1. deildar lið Víkings Ólafsvíkur í heimsókn. „Við „tjösslum“ liðinu aðeins saman fyrir þann leik og sjáum hvernig staðan er á mönnum. Ætlum okkur í bikarúrslitin.“ Breiðablik er nú á toppnum með á toppnum með 34 stig eftir 16. umferðir en bæði Valur og Stjarnan sem fylgja fast á eftir eiga leik til góða.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15