Ágúst: Sýndum mikinn karakter Þór Símon skrifar 13. ágúst 2018 20:33 Ágúst er að gera góða hluti í Kópavoginum. vísir/daníel „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Áttum erfiðan fyrsta hálftíma þar sem við héldum boltanum illa og Víkingar áttu skilið að komast yfir,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir erfiðan 3-2 sigur gegn Víkingum í Víkinni í kvöld. Breiðablik lenti 1-0 undir og áttu erfitt uppdráttar gegn hungruðum Víkingum sem sýndu klærnar í kvöld en Breiðablik náði svo forystunni með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. „Það kemur einhver rosalegur kraftur í okkur og við skorum tvö með stuttu millibili. Sýndum mikinn karakter og fórum með það í seinni hálfleik og skoruðum þriðja,“ sagði Ágúst en þrátt fyrir að vera með tveggja marka forystu voru úrslitin ekki alveg ráðin er Víkingar minnkuðu muninn með marki Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu. „Það fór smá um mann þegar þeir minnkuðu muninn í 3-2. En við sigldum þessu heim og fengum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.“ Annað mark Breiðabliks var skrautlegt með meiru er mikill misskilningur var á milli varnarmanns Víkinga, Gunnlaugs Fannars, og markvarðarins, Andreas Larsen, sem leiddi til þess að Willum Þór skoraði í autt mark Víkinga og kom Breiðablik í forystu. Ágúst segir sína menn af sjálfsögðu þyggja öll sambærileg mistök hjá andstæðingum sínum. „Við tökum því fegins auðvitað. En við skoruðum líka úr tveimur föstum leikatriðum sem var mjög sætt,“ sagði Ágúst sem er strax farinn að einbeita sér að næsta leik Blika sem er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er liðið fær 1. deildar lið Víkings Ólafsvíkur í heimsókn. „Við „tjösslum“ liðinu aðeins saman fyrir þann leik og sjáum hvernig staðan er á mönnum. Ætlum okkur í bikarúrslitin.“ Breiðablik er nú á toppnum með á toppnum með 34 stig eftir 16. umferðir en bæði Valur og Stjarnan sem fylgja fast á eftir eiga leik til góða. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Áttum erfiðan fyrsta hálftíma þar sem við héldum boltanum illa og Víkingar áttu skilið að komast yfir,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir erfiðan 3-2 sigur gegn Víkingum í Víkinni í kvöld. Breiðablik lenti 1-0 undir og áttu erfitt uppdráttar gegn hungruðum Víkingum sem sýndu klærnar í kvöld en Breiðablik náði svo forystunni með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. „Það kemur einhver rosalegur kraftur í okkur og við skorum tvö með stuttu millibili. Sýndum mikinn karakter og fórum með það í seinni hálfleik og skoruðum þriðja,“ sagði Ágúst en þrátt fyrir að vera með tveggja marka forystu voru úrslitin ekki alveg ráðin er Víkingar minnkuðu muninn með marki Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu. „Það fór smá um mann þegar þeir minnkuðu muninn í 3-2. En við sigldum þessu heim og fengum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.“ Annað mark Breiðabliks var skrautlegt með meiru er mikill misskilningur var á milli varnarmanns Víkinga, Gunnlaugs Fannars, og markvarðarins, Andreas Larsen, sem leiddi til þess að Willum Þór skoraði í autt mark Víkinga og kom Breiðablik í forystu. Ágúst segir sína menn af sjálfsögðu þyggja öll sambærileg mistök hjá andstæðingum sínum. „Við tökum því fegins auðvitað. En við skoruðum líka úr tveimur föstum leikatriðum sem var mjög sætt,“ sagði Ágúst sem er strax farinn að einbeita sér að næsta leik Blika sem er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er liðið fær 1. deildar lið Víkings Ólafsvíkur í heimsókn. „Við „tjösslum“ liðinu aðeins saman fyrir þann leik og sjáum hvernig staðan er á mönnum. Ætlum okkur í bikarúrslitin.“ Breiðablik er nú á toppnum með á toppnum með 34 stig eftir 16. umferðir en bæði Valur og Stjarnan sem fylgja fast á eftir eiga leik til góða.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti