Innlent

Ætla ekki að skipta sér af hvölunum

Bergþór Másson skrifar
Grindhvalirnir í Kolgrafafirði í dag.
Grindhvalirnir í Kolgrafafirði í dag. Vísir / Vilhelm
Grindhvalavaðan sem var rekin úr Kolgrafafirði í gærkvöldi en snéri aftur í morgun er enn svamlandi í firðinum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg ætlar ekki að reka hvalina úr firðinum aftur.

Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, segir að Landsbjörg stefni ekki á að fara í neinskonar aðgerðir og ætli að leyfa náttúrunni að ráða för.

„Það er spurning hvort að það sé ekki eitthvað sem dregur þá þarna inn og að við séum að vinna verk sem ekki gangi“ segir Einar í samtali við Vísi og bætir við að svo lengi sem hvalirnir fari ekki að „sigla í strand“ þá verði þeir látnir vera.

Grindhvalavaðan í KolgrafafirðiVísir / Vilhelm
Grindhvalir eru ein algengasta hvalategund á norðurslóðum og eru kýrnar 4,3-5,1 metrar á lengd og verða um það bil 900 kíló, og tarfarnir 5,5-6,2 metrar og geta orðið 1700 kíló.

Í útvarpsfréttum Bylgjunnar segir Einar vöður hafa komið þónokkuð oft á land úti á Hellissandi og í Ólafsvík en hann segist ekki muna eftir sögum af vöðum í Kolgrafafirðinum.

Ekki liggur fyrir hve margir hvalir eru í vöðunni en Einar segist hafa heyrt að vaðan telji um 64 hvaldýr, sem teljist ekki svo stórt.


Tengdar fréttir

Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði

Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf.

Grindhvalirnir sneru aftur

Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×