Aldrei fleiri mál tengd heimilisofbeldi Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 402 tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrstu sjö mánuði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30
Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00