Valdís Þóra þreytt á skrömbunum: „Þetta var algjör rússíbani“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2018 08:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, komst í nótt í gegnum niðurskurðinn á opna ástralska mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Skagamærin fékk fimm fugla og örn á hringnum en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba og kom í hús á pari eins og í gær. Hún er þremur höggum fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Valdís Þóra fékk einnig skramba á 17. holunni í gær en hefði hún sloppið við hann hefði hún klárað hringinn á tveimur höggum undir pari. Hún er orðin þreytt á skrömbunum. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en ég er frekar svekkt með að hafa endað aftur á skramba og skolla,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í Adelaide í nótt. „Ég var að gera mjög góða hluti í dag. Þetta var algjör rússibani en ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Valdís Þóra, en hvað ætlar hún að bæta fyrir helgina? „Ég ætla að halda áfram að koma mér í tækifæri. Ég er að gera góða hluti. Ég er að slá vel og pútta ágætlega. Ég verð að halda þessu áfram og vonandi sleppa við þessa skramba,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti en hún er úr leik eftir skelfilegan annan hring. Golf Tengdar fréttir Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, komst í nótt í gegnum niðurskurðinn á opna ástralska mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Skagamærin fékk fimm fugla og örn á hringnum en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba og kom í hús á pari eins og í gær. Hún er þremur höggum fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Valdís Þóra fékk einnig skramba á 17. holunni í gær en hefði hún sloppið við hann hefði hún klárað hringinn á tveimur höggum undir pari. Hún er orðin þreytt á skrömbunum. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en ég er frekar svekkt með að hafa endað aftur á skramba og skolla,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í Adelaide í nótt. „Ég var að gera mjög góða hluti í dag. Þetta var algjör rússibani en ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Valdís Þóra, en hvað ætlar hún að bæta fyrir helgina? „Ég ætla að halda áfram að koma mér í tækifæri. Ég er að gera góða hluti. Ég er að slá vel og pútta ágætlega. Ég verð að halda þessu áfram og vonandi sleppa við þessa skramba,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti en hún er úr leik eftir skelfilegan annan hring.
Golf Tengdar fréttir Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26