Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að stuðla að félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 13:04 Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Vísir/ernir Forsætisráðherra segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin krefjist félagslegs stöðugleika á sama tíma og stefnt sé að stöðugleika í efnahagsmálum. Verkalýðshreyfingin þrýstir á aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mun kynna stjórnvöldum kröfur sínar í næstu viku. Alþýðusambandið, sambönd innan þess og einstök verkalýðsfélög hafa fram að mánaðamótum til að gera upp við sig hvort þau segi upp kjarasamningum eða fallist á samkomulag við Samtök atvinnulífsins innan endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Takist það munu samningar gilda út þetta ár. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun forysta Alþýðusambandsins kynna kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum í næstu viku. En verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða samhliða kjarasamningum til að tryggja félagslegan stöðugleika. Þær kröfur lúta að skattamálum og ýmsum bótum eins og húsnæðis- og barnabótum. Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Þess í stað verði laun kjörinna fulltrúa og dómara endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa opinberra starfsmanna og niðurstöður nefndar þar að lútandi síðan bornar undir Alþingi. Tillögur nefndarinnar voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær að hún vonaði að frumvarp um málið og breytingar gætu litið dagsins ljós á þessu ári.Nú er Alþingi þekkt fyrir þrasgirni. Ef þessi mál eiga að koma einu sinni á ári þangað inn heldur þú að þar náist sátt um málin?„Ég er í stjórnmálum því ég er mjög bjartsýn manneskja. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á þetta líka. Ég held að það sé mikill vilji til þess að breyta fyrirkomulaginu á Alþingi,“ segir Katrín. Einnig þurfi að ná samstöðu um almenna launatölfræði í landinu þannig að samstaða sé um mælingar á þróun launa og vinna sé hafin við það. Allt frá því ríkisstjórnin tók við hefur hún átt í viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtök atvinnulífsins þar sem meðal annars hefur verið horft til þess að samningum á almenna markaðnum kunni að verða sagt upp eftir hálfan mánuð.Mun ríkisstjórnin koma með eitthvað inn í þær viðræður á næstu dögum eða þessum hálfa mánuði sem er til mánaðamóta?„Við höfum verið að eiga mjög góð samtöl við aðila vinnumarkaðarins að undanförnu um framtíðarsýn í málefnum vinnumarkaðarins. Líka um ýmsar félagslegar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn um aðgerðir til að miða hér að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að við viljum að sjálfsögðu halda því samtali áfram og vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tryggja hér ekki aðeins efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Nýlega hafi verið gerðir samningar við tólf félög innan Bandalags háskólamanna og aðilar á almenna vinnumarkaðnum sitji nú við samningaborðið. „En við erum auðvitað meðvituð um að það er krafa uppi um félagslegar aðgerðir að hálfu stjórnvalda á næstu misserum og árum. Við erum að sjálfsögðu að fara yfir það í okkar ranni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Forsætisráðherra segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin krefjist félagslegs stöðugleika á sama tíma og stefnt sé að stöðugleika í efnahagsmálum. Verkalýðshreyfingin þrýstir á aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mun kynna stjórnvöldum kröfur sínar í næstu viku. Alþýðusambandið, sambönd innan þess og einstök verkalýðsfélög hafa fram að mánaðamótum til að gera upp við sig hvort þau segi upp kjarasamningum eða fallist á samkomulag við Samtök atvinnulífsins innan endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Takist það munu samningar gilda út þetta ár. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun forysta Alþýðusambandsins kynna kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum í næstu viku. En verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða samhliða kjarasamningum til að tryggja félagslegan stöðugleika. Þær kröfur lúta að skattamálum og ýmsum bótum eins og húsnæðis- og barnabótum. Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Þess í stað verði laun kjörinna fulltrúa og dómara endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa opinberra starfsmanna og niðurstöður nefndar þar að lútandi síðan bornar undir Alþingi. Tillögur nefndarinnar voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær að hún vonaði að frumvarp um málið og breytingar gætu litið dagsins ljós á þessu ári.Nú er Alþingi þekkt fyrir þrasgirni. Ef þessi mál eiga að koma einu sinni á ári þangað inn heldur þú að þar náist sátt um málin?„Ég er í stjórnmálum því ég er mjög bjartsýn manneskja. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á þetta líka. Ég held að það sé mikill vilji til þess að breyta fyrirkomulaginu á Alþingi,“ segir Katrín. Einnig þurfi að ná samstöðu um almenna launatölfræði í landinu þannig að samstaða sé um mælingar á þróun launa og vinna sé hafin við það. Allt frá því ríkisstjórnin tók við hefur hún átt í viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtök atvinnulífsins þar sem meðal annars hefur verið horft til þess að samningum á almenna markaðnum kunni að verða sagt upp eftir hálfan mánuð.Mun ríkisstjórnin koma með eitthvað inn í þær viðræður á næstu dögum eða þessum hálfa mánuði sem er til mánaðamóta?„Við höfum verið að eiga mjög góð samtöl við aðila vinnumarkaðarins að undanförnu um framtíðarsýn í málefnum vinnumarkaðarins. Líka um ýmsar félagslegar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn um aðgerðir til að miða hér að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að við viljum að sjálfsögðu halda því samtali áfram og vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tryggja hér ekki aðeins efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Nýlega hafi verið gerðir samningar við tólf félög innan Bandalags háskólamanna og aðilar á almenna vinnumarkaðnum sitji nú við samningaborðið. „En við erum auðvitað meðvituð um að það er krafa uppi um félagslegar aðgerðir að hálfu stjórnvalda á næstu misserum og árum. Við erum að sjálfsögðu að fara yfir það í okkar ranni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00