Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að stuðla að félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2018 13:04 Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Vísir/ernir Forsætisráðherra segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin krefjist félagslegs stöðugleika á sama tíma og stefnt sé að stöðugleika í efnahagsmálum. Verkalýðshreyfingin þrýstir á aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mun kynna stjórnvöldum kröfur sínar í næstu viku. Alþýðusambandið, sambönd innan þess og einstök verkalýðsfélög hafa fram að mánaðamótum til að gera upp við sig hvort þau segi upp kjarasamningum eða fallist á samkomulag við Samtök atvinnulífsins innan endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Takist það munu samningar gilda út þetta ár. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun forysta Alþýðusambandsins kynna kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum í næstu viku. En verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða samhliða kjarasamningum til að tryggja félagslegan stöðugleika. Þær kröfur lúta að skattamálum og ýmsum bótum eins og húsnæðis- og barnabótum. Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Þess í stað verði laun kjörinna fulltrúa og dómara endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa opinberra starfsmanna og niðurstöður nefndar þar að lútandi síðan bornar undir Alþingi. Tillögur nefndarinnar voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær að hún vonaði að frumvarp um málið og breytingar gætu litið dagsins ljós á þessu ári.Nú er Alþingi þekkt fyrir þrasgirni. Ef þessi mál eiga að koma einu sinni á ári þangað inn heldur þú að þar náist sátt um málin?„Ég er í stjórnmálum því ég er mjög bjartsýn manneskja. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á þetta líka. Ég held að það sé mikill vilji til þess að breyta fyrirkomulaginu á Alþingi,“ segir Katrín. Einnig þurfi að ná samstöðu um almenna launatölfræði í landinu þannig að samstaða sé um mælingar á þróun launa og vinna sé hafin við það. Allt frá því ríkisstjórnin tók við hefur hún átt í viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtök atvinnulífsins þar sem meðal annars hefur verið horft til þess að samningum á almenna markaðnum kunni að verða sagt upp eftir hálfan mánuð.Mun ríkisstjórnin koma með eitthvað inn í þær viðræður á næstu dögum eða þessum hálfa mánuði sem er til mánaðamóta?„Við höfum verið að eiga mjög góð samtöl við aðila vinnumarkaðarins að undanförnu um framtíðarsýn í málefnum vinnumarkaðarins. Líka um ýmsar félagslegar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn um aðgerðir til að miða hér að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að við viljum að sjálfsögðu halda því samtali áfram og vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tryggja hér ekki aðeins efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Nýlega hafi verið gerðir samningar við tólf félög innan Bandalags háskólamanna og aðilar á almenna vinnumarkaðnum sitji nú við samningaborðið. „En við erum auðvitað meðvituð um að það er krafa uppi um félagslegar aðgerðir að hálfu stjórnvalda á næstu misserum og árum. Við erum að sjálfsögðu að fara yfir það í okkar ranni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin krefjist félagslegs stöðugleika á sama tíma og stefnt sé að stöðugleika í efnahagsmálum. Verkalýðshreyfingin þrýstir á aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og mun kynna stjórnvöldum kröfur sínar í næstu viku. Alþýðusambandið, sambönd innan þess og einstök verkalýðsfélög hafa fram að mánaðamótum til að gera upp við sig hvort þau segi upp kjarasamningum eða fallist á samkomulag við Samtök atvinnulífsins innan endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Takist það munu samningar gilda út þetta ár. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun forysta Alþýðusambandsins kynna kröfur sínar gagnvart stjórnvöldum í næstu viku. En verkalýðshreyfingin krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða samhliða kjarasamningum til að tryggja félagslegan stöðugleika. Þær kröfur lúta að skattamálum og ýmsum bótum eins og húsnæðis- og barnabótum. Starfshópur forsætisráðherra um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna skilaði af sér í gær þar sem lagt er til að kjararáð í núverandi mynd verði lagt niður. Þess í stað verði laun kjörinna fulltrúa og dómara endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa opinberra starfsmanna og niðurstöður nefndar þar að lútandi síðan bornar undir Alþingi. Tillögur nefndarinnar voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í gær að hún vonaði að frumvarp um málið og breytingar gætu litið dagsins ljós á þessu ári.Nú er Alþingi þekkt fyrir þrasgirni. Ef þessi mál eiga að koma einu sinni á ári þangað inn heldur þú að þar náist sátt um málin?„Ég er í stjórnmálum því ég er mjög bjartsýn manneskja. Þannig að ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á þetta líka. Ég held að það sé mikill vilji til þess að breyta fyrirkomulaginu á Alþingi,“ segir Katrín. Einnig þurfi að ná samstöðu um almenna launatölfræði í landinu þannig að samstaða sé um mælingar á þróun launa og vinna sé hafin við það. Allt frá því ríkisstjórnin tók við hefur hún átt í viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtök atvinnulífsins þar sem meðal annars hefur verið horft til þess að samningum á almenna markaðnum kunni að verða sagt upp eftir hálfan mánuð.Mun ríkisstjórnin koma með eitthvað inn í þær viðræður á næstu dögum eða þessum hálfa mánuði sem er til mánaðamóta?„Við höfum verið að eiga mjög góð samtöl við aðila vinnumarkaðarins að undanförnu um framtíðarsýn í málefnum vinnumarkaðarins. Líka um ýmsar félagslegar aðgerðir sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn um aðgerðir til að miða hér að efnahagslegum stöðugleika. Þannig að við viljum að sjálfsögðu halda því samtali áfram og vinna með aðilum vinnumarkaðarins að tryggja hér ekki aðeins efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Nýlega hafi verið gerðir samningar við tólf félög innan Bandalags háskólamanna og aðilar á almenna vinnumarkaðnum sitji nú við samningaborðið. „En við erum auðvitað meðvituð um að það er krafa uppi um félagslegar aðgerðir að hálfu stjórnvalda á næstu misserum og árum. Við erum að sjálfsögðu að fara yfir það í okkar ranni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kjaramál Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00