Aron Jóhanns: Ég væri líka alveg til í að spila í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 15:00 Aron Jóhannsson fagnar marki sínu á dögunum. Vísir/Getty Aron Jóhannsson er aftur kominn inn í myndina hjá Werder Bremen eftir langa þrautargöngu vegna meiðsla og hann fær hrós frá þjálfara liðsins í nýju viðtali við Kicker. Aron valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska árið 2014 og hann fær vonandi tækifæri í vor að vinna sér aftur sæti í bandaríska landsliðshópnum. Aron hefur spilað þrjá síðustu deildarleiki Werder Bremen, fleiri mínútur í hverjum leik, og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 3-1 sigri á Wolfsburg um síðustu helgi. Aron skoraði í leiknum á undan þegar Werder Bremen vann 2-1 útisigur á Schalke og hann skoraði líka í bikarleik á móti Bayer Leverkusen. „Hann fór í gegnum langan öldudal vegna meiðslanna en heldur alltaf ótrauður áfram, er jákvæður, kvartar aldrei og spilar sinn leik,“ sagði Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen um Aron. Aron hefur verið að spila hægra megin í þriggja manna framlínu Werder Bremen en með honum í fremstu í línu í síðasta leik voru þeir Florian Kainz og Max Kruse. Florian Kainz skoraði tvö mörk og Kruse átti stoðsendinguna á hann í seinna markinu. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins sem er það mesta sem hann hefur spilað í einum leik í deildinni á tímabilinu. „Mér er sama hvar ég spila á vellinum því það mikilvægasta er að ég fái að spila. Ég væri líka alveg til í að spila í markinu en ég held samt að Pavlenka sé betri kostur þar núna,“ sagði Aron léttur við Kicker.Johannsson: "Ich würde auch im Tor spielen" - Dritter Ligasieg in Serie für Werder Bremen? #SVWhttps://t.co/HCetnK3lV7 — kicker | SV Werder Bremen (@kicker_BRE) February 16, 2018 „Eins og er þá skiptir það ekki máli hver spilar hjá okkur. Þetta eru allt góðir leikmenn og okkur kemur vel saman inn á vellinum. Allir sóknarmenn Werder Bremen eru líka sveigjanlegir þegar kemur að stöðu á vellinum. Það er mikil samkeppni um stöðurnar sem er erfitt fyrir þjálfarann en gott fyrir liðið,“ sagði Aron. Næsti leikur Werder Bremen er á útivelli á móti Freiburg á morgun og góðar líkur eru á því að Aron haldi sæti sínu í byrjunarliðinu. Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Aron Jóhannsson er aftur kominn inn í myndina hjá Werder Bremen eftir langa þrautargöngu vegna meiðsla og hann fær hrós frá þjálfara liðsins í nýju viðtali við Kicker. Aron valdi bandaríska landsliðið yfir það íslenska árið 2014 og hann fær vonandi tækifæri í vor að vinna sér aftur sæti í bandaríska landsliðshópnum. Aron hefur spilað þrjá síðustu deildarleiki Werder Bremen, fleiri mínútur í hverjum leik, og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 3-1 sigri á Wolfsburg um síðustu helgi. Aron skoraði í leiknum á undan þegar Werder Bremen vann 2-1 útisigur á Schalke og hann skoraði líka í bikarleik á móti Bayer Leverkusen. „Hann fór í gegnum langan öldudal vegna meiðslanna en heldur alltaf ótrauður áfram, er jákvæður, kvartar aldrei og spilar sinn leik,“ sagði Florian Kohfeldt, þjálfari Werder Bremen um Aron. Aron hefur verið að spila hægra megin í þriggja manna framlínu Werder Bremen en með honum í fremstu í línu í síðasta leik voru þeir Florian Kainz og Max Kruse. Florian Kainz skoraði tvö mörk og Kruse átti stoðsendinguna á hann í seinna markinu. Aron spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins sem er það mesta sem hann hefur spilað í einum leik í deildinni á tímabilinu. „Mér er sama hvar ég spila á vellinum því það mikilvægasta er að ég fái að spila. Ég væri líka alveg til í að spila í markinu en ég held samt að Pavlenka sé betri kostur þar núna,“ sagði Aron léttur við Kicker.Johannsson: "Ich würde auch im Tor spielen" - Dritter Ligasieg in Serie für Werder Bremen? #SVWhttps://t.co/HCetnK3lV7 — kicker | SV Werder Bremen (@kicker_BRE) February 16, 2018 „Eins og er þá skiptir það ekki máli hver spilar hjá okkur. Þetta eru allt góðir leikmenn og okkur kemur vel saman inn á vellinum. Allir sóknarmenn Werder Bremen eru líka sveigjanlegir þegar kemur að stöðu á vellinum. Það er mikil samkeppni um stöðurnar sem er erfitt fyrir þjálfarann en gott fyrir liðið,“ sagði Aron. Næsti leikur Werder Bremen er á útivelli á móti Freiburg á morgun og góðar líkur eru á því að Aron haldi sæti sínu í byrjunarliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira