Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 21:00 Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. Orkulöggjöfin var rædd á þétt setnu málþingi í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Eitt helsta markmið nýja orkupakkans, sem ráðherra hyggst leggja fyrir þingið í haust, er að tryggja að flutningsvirki raforku séu í eigu óháðra aðila, en allur gangur var talinn vera á því hvort svo væri. „Þetta eru oft svona lóðrétt samþætt fyrirtæki, þ.e.a.s. það er sama fyrirtæki sem á og rekur kannski flutningsvirki og á framleiðslufyrirtæki. Þannig að það er verið að aðskilja þetta betur og það er verið að skerpa á eftirliti, bæði innan ríkjanna og svo er verið að koma þarna á sjálfstæðri stofnun Evrópusambandsins,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar.Hart deilt í Noregi Að þessu atriði snýr ágreiningurinn hins vegar helst, enda telja margir að nýrri evrópskri stofnun, ACER, sé falið of mikið vald. Í Noregi hefur verið hart deilt um málið á hinu pólitíska sviði, en lagaprófessor segir umræðuna að miklu leyti byggja á misskilningi. „Það var mikið talað um að þriðji orkupakkinn gæti haft áhrif á eignarhald ríkisins á vatnsorku, en það er ekkert í þriðja orkupakkanum eða á valdsviði hinnar nýju eftirlitsstofnunar sem hefur áhrif á eignarhald ríkisins,“ segir Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló. Þær valdheimildir sem eftirlitsstofnun EFTA yrðu veittar snúa hins vegar aðeins að ákvörðunum um samtengingar milli landamæra. Engar slíkar tengingar eru til staðar frá Íslandi í dag. Það myndi hins vegar breytast ef margumræddur raforkusæstrengur yrði lagður frá landinu.Engin afstaða verið tekin til sæstrengs Forsvarsmenn Landsvirkjunar höfðu enn áhuga á lagningu sæstrengs fyrr á árinu.Frétt Stöðvar 2: Segir Landsvirkjun enn áhugasama um sæstreng Í greiningu sem gerð var 2016 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að slíkt verkefni yrði ekki ábatasamt.Frétt Vísis: Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Í skriflegu svari til fréttastofu segir iðnaðarráðherra að ekki hafi verið tekin afstaða til verkefnisins af hálfu stjórnvalda, enda hafi kostir þess og gallar ekki verið fullkannaðir. Ef af verkefninu yrði myndi þriðji orkupakkinn hins vegar snerta íslenska hagsmuni. „Ef við til dæmis lendum í ágreiningi um það hverjir um það hverjir megi fá að nota tengingu milli Íslands og einhvers lands innan EES, þá gæti þessi stofnun, ESA, tekið ákvörðun sem myndi þá binda eftirlitið okkar,“ segir Kristín.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira