Batsman er þegar búinn að setja met hjá Dortmund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 22:30 Michy Batshuayi hefur slegið í gegn hjá Dortmund. Vísir/Getty Belgíski framherjinn Michy Batshuayi fékk ekki mörg tækifæri hjá Chelsea-liðinu en hann er að nýta tækifærið sitt frábærlega hjá Borussia Dortmund. Batshuayi kallar sjálfan sig „Batsman" sem vísun í ofurhetjuna „Batman" sem við þekkjum líka undir íslenska heitinu leðurblökumaðurinn. Batsman kom svo sannarlega til bjargar þegar Dortmund seldi Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal. Michy Batshuayi skoraði nú síðast tvö mörk í 3-2 sigri á Atalanta í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann hafði áður skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á móti Köln (2) og Hamburger SV (1).games goals assist@mbatshuayi is off to a flying start with Dortmund pic.twitter.com/puHbKlwnGD — B/R Football (@brfootball) February 15, 2018 Með því að skora fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Borussia Dortmund setti hann nýtt félagsmet. Engum hefur tekið að skora svo mörg mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Batshuayi hafði skorað 10 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum með Chelsea á tímabilinu eða mark á 107 mínútna fresti sem er svo sem ekkert slæmt. Hjá Dortmund hefur hann skorað mark á mark á 54 mínútna fresti. Batshuayi þurfti bara að fá tækifærið og það hefur hann sýnt og sannað í Þýskalandi. Hann hefur aðeins fengið að byrja fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea síðan að félagið keypti hann fyrir 33 milljónir punda frá Marseille árið 2016.He's back! pic.twitter.com/cYY9SFwJnp — ESPN FC (@ESPNFC) February 16, 2018 Michy Batshuayi er á láni hjá Dortmund frá Chelsea og þýska félagið hefur þegar gefið það út að það ætli að reyna að kaupa hann í sumar. Samingur Batshuayi og Chelsea rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2021 eða eftir rúm þrjú ár. Hann hefur ekkert viljað gefa upp framtíðarplön sín í viðtölum eftir leiki Dortmund. I know when that Batline bling #Googdnight pic.twitter.com/zWA0caNAXG — Michy Batshuayi (@mbatshuayi) February 6, 2018 Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi fékk ekki mörg tækifæri hjá Chelsea-liðinu en hann er að nýta tækifærið sitt frábærlega hjá Borussia Dortmund. Batshuayi kallar sjálfan sig „Batsman" sem vísun í ofurhetjuna „Batman" sem við þekkjum líka undir íslenska heitinu leðurblökumaðurinn. Batsman kom svo sannarlega til bjargar þegar Dortmund seldi Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal. Michy Batshuayi skoraði nú síðast tvö mörk í 3-2 sigri á Atalanta í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann hafði áður skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á móti Köln (2) og Hamburger SV (1).games goals assist@mbatshuayi is off to a flying start with Dortmund pic.twitter.com/puHbKlwnGD — B/R Football (@brfootball) February 15, 2018 Með því að skora fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Borussia Dortmund setti hann nýtt félagsmet. Engum hefur tekið að skora svo mörg mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Batshuayi hafði skorað 10 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum með Chelsea á tímabilinu eða mark á 107 mínútna fresti sem er svo sem ekkert slæmt. Hjá Dortmund hefur hann skorað mark á mark á 54 mínútna fresti. Batshuayi þurfti bara að fá tækifærið og það hefur hann sýnt og sannað í Þýskalandi. Hann hefur aðeins fengið að byrja fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea síðan að félagið keypti hann fyrir 33 milljónir punda frá Marseille árið 2016.He's back! pic.twitter.com/cYY9SFwJnp — ESPN FC (@ESPNFC) February 16, 2018 Michy Batshuayi er á láni hjá Dortmund frá Chelsea og þýska félagið hefur þegar gefið það út að það ætli að reyna að kaupa hann í sumar. Samingur Batshuayi og Chelsea rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2021 eða eftir rúm þrjú ár. Hann hefur ekkert viljað gefa upp framtíðarplön sín í viðtölum eftir leiki Dortmund. I know when that Batline bling #Googdnight pic.twitter.com/zWA0caNAXG — Michy Batshuayi (@mbatshuayi) February 6, 2018
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira