19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:13 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. vísir/hanna Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Lögreglumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira