Nýliðarnir á toppnum, Danielle hetjan gegn Val og framlengt í Hafnarfirði Anton Ingi Leifsson skrifar 31. október 2018 21:01 KR-ingar eru að gera gott mót. fréttablaðið/sigtryggur ari Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn