Umbreytingar í fjármálaþjónustu Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að miklar umbreytingar eiga sér stað í fjármálaþjónustu nú þegar fjártæknin er farin að bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri. Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var á Balí nú í október, var lögð fram skýrsla (Bali Fintech Agenda) sem á að aðstoða aðildarríkin við að móta sína eigin stefnu og nálgun á þessa nýju grein. Í skýrslunni eru lögð fram tólf stefnumarkandi viðmið sem ríkin geta haft til hliðsjónar. Vonir standa til þess að viðmiðin stuðli að auknu samstarfi milli ríkjanna sem og aðstoði þau við að móta sitt eigið umhverfi. Áhersla er lögð á að hefta ekki vöxt greinarinnar en jafnframt er leitast við að draga samhliða úr áhættutengdri starfsemi. Viðmiðin eru: Fagna og vekja athygli á þeim möguleikum sem fjártækni býður upp á. Útvíkka ákvæði um fjármálaþjónustu með tilkomu nýrrar tækni. Styrkja samkeppni og skuldbindingar um frjálsan og opinn markað. Gera fjártækni kleift að taka þátt í aðlögun og mótun fjármálamarkaðarins. Fylgjast vel með þróun markaða til að auka og dýpka skilning á þróun fjármálakerfisins. Aðlaga reglugerðar- og eftirlitsumhverfi sem miðar að stöðugu og skipulögðu fjármálakerfi. Standa vörð um traust á fjármálakerfinu. Nútímavæða núverandi lagaumhverfi. Tryggja stöðugleika gjaldmiðils og fjármálakerfisins. Byggja upp sterka fjármála- og gagnainnviði innan fjármálakerfisins til að viðhalda möguleikum í fjártækni. Hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og upplýsingaskipta. Auka sameiginlegt eftirlit með gjaldeyris- og fjármálakerfum. Það er alveg ljóst að þessi nýja tækni býður upp á mikla möguleika til að bæta til muna fjármálaþjónustu fyrir neytendur en gefa jafnframt hinu opinbera og stofnunum þess eins og Seðlabankanum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Við höfum núna tækifæri til að taka saman höndum, hið opinbera og einkaaðilar, til að móta umhverfi sem tryggir það að báðir aðilar geti nýtt þau tækifæri og þá möguleika sem framtíðin býður upp á. Hið opinbera getur aðstoðað við að draga úr áhættuþáttum og fyrirtækin þróað gagnsætt og þjónustumiðað fjármálakerfi öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Fjártækni Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að miklar umbreytingar eiga sér stað í fjármálaþjónustu nú þegar fjártæknin er farin að bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri. Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var á Balí nú í október, var lögð fram skýrsla (Bali Fintech Agenda) sem á að aðstoða aðildarríkin við að móta sína eigin stefnu og nálgun á þessa nýju grein. Í skýrslunni eru lögð fram tólf stefnumarkandi viðmið sem ríkin geta haft til hliðsjónar. Vonir standa til þess að viðmiðin stuðli að auknu samstarfi milli ríkjanna sem og aðstoði þau við að móta sitt eigið umhverfi. Áhersla er lögð á að hefta ekki vöxt greinarinnar en jafnframt er leitast við að draga samhliða úr áhættutengdri starfsemi. Viðmiðin eru: Fagna og vekja athygli á þeim möguleikum sem fjártækni býður upp á. Útvíkka ákvæði um fjármálaþjónustu með tilkomu nýrrar tækni. Styrkja samkeppni og skuldbindingar um frjálsan og opinn markað. Gera fjártækni kleift að taka þátt í aðlögun og mótun fjármálamarkaðarins. Fylgjast vel með þróun markaða til að auka og dýpka skilning á þróun fjármálakerfisins. Aðlaga reglugerðar- og eftirlitsumhverfi sem miðar að stöðugu og skipulögðu fjármálakerfi. Standa vörð um traust á fjármálakerfinu. Nútímavæða núverandi lagaumhverfi. Tryggja stöðugleika gjaldmiðils og fjármálakerfisins. Byggja upp sterka fjármála- og gagnainnviði innan fjármálakerfisins til að viðhalda möguleikum í fjártækni. Hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og upplýsingaskipta. Auka sameiginlegt eftirlit með gjaldeyris- og fjármálakerfum. Það er alveg ljóst að þessi nýja tækni býður upp á mikla möguleika til að bæta til muna fjármálaþjónustu fyrir neytendur en gefa jafnframt hinu opinbera og stofnunum þess eins og Seðlabankanum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Við höfum núna tækifæri til að taka saman höndum, hið opinbera og einkaaðilar, til að móta umhverfi sem tryggir það að báðir aðilar geti nýtt þau tækifæri og þá möguleika sem framtíðin býður upp á. Hið opinbera getur aðstoðað við að draga úr áhættuþáttum og fyrirtækin þróað gagnsætt og þjónustumiðað fjármálakerfi öllum til góða.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar