Strætó setur nærri 900 milljónir í rafmagnsvagna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Með því að skipta út fjórtán dísilvögnum fyrir rafmagnsvagna sparast 1.750 tonn af útblæstri gróðurhúsalofttegunda á ári. Fréttablaðið/Ernir „Ég myndi ekki segja að þetta væri mikil áhætta en þetta er öðruvísi tækni og við munum lenda í byrjunarörðugleikum, það væri barnaskapur að halda öðru fram,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Stjórn Strætó hefur samþykkt að kaupa fimm nýja rafmagnsstrætisvagna í flota fyrirtækisins til viðbótar við þá níu sem Strætó hefur þegar keypt og eru væntanlegir til landsins. Fjórtán rafmagnsvagnar ættu því að verða komnir í notkun á árinu. Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna að sögn Jóhannesar. Strætó efndi nýverið til örútboðs vegna endurnýjunar á hluta vagnflotans en þar átti Yutong Eurobus ehf. lægsta boð.Sjá einnig: Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Í ársbyrjun 2017 tilkynnti Strætó að keyptir hefðu verið níu rafmagnsvagnar á um 66 milljónir króna stykkið en afhending þeirra hefur tafist verulega.Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Fyrst og fremst vegna þess að kínverski framleiðandinn þurfti að styrkja burðarvirki þeirra til að takast á við hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir að þá vera búna að leysa það vandamál og allir vagnarnir eigi að þola íslenskar aðstæður. Fjórir af þeim níu vögnum sem keyptir voru í fyrra eru nú á leið til landsins. Kaupverð rafvagnanna fjórtán nemur alls um 880 milljónum króna. Aðspurður hvort ekki sé áhætta falin í því að bæta við fimm rafmagnsvögnum þegar engin reynsla sé komin á vagnana sem enn hafa skilað sér segir Jóhannes að hún sé hverfandi. „Raforkan hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið. En við höfum enga reynslu af rekstrinum svo við gerum alveg ráð fyrir byrjunarörðugleikum, en engum stórvægilegum. Við vitum að vagnarnir geta gengið svo þetta er bara spurning um skipulagningu á hleðslu og hvernig vetrarveðrið fer í þessa vagna.“ Uppgefin drægni vagnanna er 350 kílómetrar og segir Jóhannes að raundrægni vagnanna eigi að duga án hleðslu. Strætó mun með fjölgun vagna þurfa að bæta við hleðslustöðvum sem framkvæmdastjórinn segir nú til skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00 Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
„Ég myndi ekki segja að þetta væri mikil áhætta en þetta er öðruvísi tækni og við munum lenda í byrjunarörðugleikum, það væri barnaskapur að halda öðru fram,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Stjórn Strætó hefur samþykkt að kaupa fimm nýja rafmagnsstrætisvagna í flota fyrirtækisins til viðbótar við þá níu sem Strætó hefur þegar keypt og eru væntanlegir til landsins. Fjórtán rafmagnsvagnar ættu því að verða komnir í notkun á árinu. Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna að sögn Jóhannesar. Strætó efndi nýverið til örútboðs vegna endurnýjunar á hluta vagnflotans en þar átti Yutong Eurobus ehf. lægsta boð.Sjá einnig: Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Í ársbyrjun 2017 tilkynnti Strætó að keyptir hefðu verið níu rafmagnsvagnar á um 66 milljónir króna stykkið en afhending þeirra hefur tafist verulega.Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Fyrst og fremst vegna þess að kínverski framleiðandinn þurfti að styrkja burðarvirki þeirra til að takast á við hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir að þá vera búna að leysa það vandamál og allir vagnarnir eigi að þola íslenskar aðstæður. Fjórir af þeim níu vögnum sem keyptir voru í fyrra eru nú á leið til landsins. Kaupverð rafvagnanna fjórtán nemur alls um 880 milljónum króna. Aðspurður hvort ekki sé áhætta falin í því að bæta við fimm rafmagnsvögnum þegar engin reynsla sé komin á vagnana sem enn hafa skilað sér segir Jóhannes að hún sé hverfandi. „Raforkan hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið. En við höfum enga reynslu af rekstrinum svo við gerum alveg ráð fyrir byrjunarörðugleikum, en engum stórvægilegum. Við vitum að vagnarnir geta gengið svo þetta er bara spurning um skipulagningu á hleðslu og hvernig vetrarveðrið fer í þessa vagna.“ Uppgefin drægni vagnanna er 350 kílómetrar og segir Jóhannes að raundrægni vagnanna eigi að duga án hleðslu. Strætó mun með fjölgun vagna þurfa að bæta við hleðslustöðvum sem framkvæmdastjórinn segir nú til skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00 Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína "Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. 20. janúar 2018 07:00
Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Afhending rafmagnsstrætisvagna hefur dregist og óljóst hvenær Strætó fær fjóra fyrstu vagnana frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. Tafirnar má rekja til styrkinga sem gera þurfti á vögnunum til að ráða við hraðahindranirnar í Reykjavík. 26. ágúst 2017 06:00