Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 78-85 │Brittanny skaut Breiðablik í kaf Þór Símon Hafþórsson skrifar 31. október 2018 22:45 Brittanny var í stuði í kvöld. vísir/daníel Breiðablik og Keflavík mættust í Dominos deild kvenna í kvöld í hörkuleik. Breiðablik var sigurlaust fyrir leik en Keflavík hafði unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins. Breiðablik byrjaði betur og var með yfirhöndina framan af leik og var staðan 22-21 eftir fyrsta leikhluta og Breiðablik hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór inn í hlé með 50-44 forystu. Breiðablik var áfram með yfirhöndina og var með fína forystu að loknum þriðja leikhluta, 66-63, en Keflavík var með meira bensín í tankinum á lokamínútunum og Keflavík landaði góðum 78-85 stiga sigur. Fjórði sigur Keflvíkinga í röð staðreynd sem er núna með 4-2 eftir 6 leiki en Breiðablik, þrátt fyrir að vera grátlega nálægt því nokkrum sinnum er með 0-6.Úr leik kvöldsins.vísir/daníelAfhverju vann Keflavík? Við eigum eftir að koma nánar að því á eftir í viðtalinu við Jón Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, en hann sagði hreint út að það hafi einungis verið Brittanny Dinkins sem vann leikinn fyrir Keflavík frekar en liðsheildin. Brittanny var með ótrúleg 51 stig í leiknum á meðan ekki einn einasti samherji hennar náði yfir 10 stig. Brittanny var ótrúleg í kvöld og fær vonandi frí á meðan Jón kemur til með að þræla samherja hennar út á æfingum á komandi dögum. Hún á ekkert annað skilið.Hverjir stóðu upp úr? Brittanny Dinkins stóð af sjálfsögðu upp úr með sín 51 stig en hún var þar að auki með 13 fráköst, flest allra í Keflavík og skoraði 5 þriggja stiga skot úr 10 skotum. Einnig hitti hún úr 10 af 11 vítaskotum. Hún var hreinlega fáránlega góð í þessum leik. Ef einhver kann betra lýsingarorð þá vil ég gjarnan heyra það. Hjá Blikum var það hinsvegar Kelly Faris sem átti sinn besta leik í búningi Blika til þessa en hún var öguð í kvöld og lenti í engum villu vandræðum en þar að auki skoraði hún 24 stig og tók 17 fráköst. Hún átti ekki skilið að vera í tapliðinu í kvöld.Hvað gekk illa? Keflavík spilaði ekki vel og hefði tapað þessum leik án nokkurs vafa ef Brittanny hefði ekki verið svona sjóðandi heit á öllum vígstöðum vallarins. Það var að lokum hinsvegar ekki nóg eftir í tankinum fyrir Blikaliðið en Margrét, þjálfari liðsins, spilaði nánast á sömu fimm leikmönnum liðsins allan leikinn. Einungis þrír varamenn komu við sögu af bekknum og tvær þeirra spiluðu minna en fimm mínútur en þriðja spilaði tíu mínútur. Bæði Kelly Faris og Björk Gunnarsdóttir spiluðu hverja einustu mínútu í kvöld. Brittanny gerði það reyndar líka hjá Keflavík enda var hún eini leikmaður liðsins sem var að spila á getu.Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir Stjörnuna eftir rúmlega viku en Keflavík fær KR í heimsókn.Jón vel með á nótunum í kvöld.vísir/daníelJón: Brittanny vann þennan leik – Ekki liðið „Hún vann þennan leik bara. Hún var ein í sókninni hjá okkur en hinar voru bara óvirkar. Hún getur ekki skorað 50 stig í hverjum einasta leik. Það segir sig sjálft að það þurfa fleiri að taka þátt,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í kvöld. Hann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu liðsins í heild sinni í kvöld. „Mjög mikil vonbrigði. Miðað við síðustu þrjá leiki þá er þetta held ég slakasti leikurinn af undanförnum sigrum. Blikar spiluðu af miklum dugnaði og ég hreinlega dáist af þessu liði,“ sagði Jón en Keflavík hefur nú unnið fjóra leiki í röð. En í ljósi vonbrigðana verður þá ekki tekið hart á því á æfingasvæðinu á komandi dögum? „Það er ekkert annað í boði.“Brittanny fagnar einni af fjölmörgum körfum sínum í kvöld.vísir/daníelBrittanny: Þessi sigur mun standa eða falla með mér „Ég er glöð. Ég legg hart að mér hvort sem það sé nótt eða dagur. Auðvitað er ekki auðvelt að vera ein að skora en við erum lið og ég er bara ánægð að þessi stig hafi gefið okkur sigur,“ sagði hetja Keflvíkinga en hún skoraði í kvöld 51 stig í sigri liðsins á Breiðablik. Brittanny tók nokkur ansi mikilvæg skot á lokasekúndunum og hitti nær alltaf og segir hún að það sé hluti af ábyrgðarhlutverki hennar. „Ég sagði við þjálfarann að þessi sigur mun standa eða falla með mér. Ég er leiðtogi í þessu liði og tek ábyrgðina,“ sagði Brittanny sem sagði að liðið hafði loks sýnt hvað var í þær spunnið á lokamínútum leiksins. „Við vorum undir allan leikinn og vorum ekki að spila okkar besta leik sóknarlega. Varnarlega vorum við ágæt. En þegar við hrukkum í gang þá kom leikgleðin okkar aftur.“Það var stuð í Kópavogi í kvöld.vísir/daníelMargrét: Erum svo fjandi nálægt því að vinna Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Breiðabliks, var stollt af liði sínu í lokin þrátt fyrir tap og vildi ekki kannast við að fáar skiptingar hefðu orðið liðinu að falli í 4. leikhluta. „Þær eru í góðu standi þó svo að Keflavík hafi kannski skipt aðeins meira en við. Það er kannski meiri breidd þar. Hann þurfti samt að aðlagast okkur en ekki öfugt og það kætti mig,“ sagði Margrét og hélt áfram. „Við erum alltaf svo fjandi nálægt því að vinna en að því sögðu þá held ég að það hafi verið vítanýtingin okkar sem varð okkur að falli.“ Að lokum vildi Margrét hrósa liðinu sínu en hún segir að enn sem fyrr vanti bara herslumuninn fyrir Blika að vinna sinn fyrsta leik í vetur. „Það fjaraði út á lokamínútunum en ég ætla að gefa stelpunum mínum hrós. Þær börðust frá fyrstu til síðustu mínútu og áttu mjög fínan leik heilt yfir en það vantar herslumuninn.“ Dominos-deild kvenna
Breiðablik og Keflavík mættust í Dominos deild kvenna í kvöld í hörkuleik. Breiðablik var sigurlaust fyrir leik en Keflavík hafði unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins. Breiðablik byrjaði betur og var með yfirhöndina framan af leik og var staðan 22-21 eftir fyrsta leikhluta og Breiðablik hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fór inn í hlé með 50-44 forystu. Breiðablik var áfram með yfirhöndina og var með fína forystu að loknum þriðja leikhluta, 66-63, en Keflavík var með meira bensín í tankinum á lokamínútunum og Keflavík landaði góðum 78-85 stiga sigur. Fjórði sigur Keflvíkinga í röð staðreynd sem er núna með 4-2 eftir 6 leiki en Breiðablik, þrátt fyrir að vera grátlega nálægt því nokkrum sinnum er með 0-6.Úr leik kvöldsins.vísir/daníelAfhverju vann Keflavík? Við eigum eftir að koma nánar að því á eftir í viðtalinu við Jón Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, en hann sagði hreint út að það hafi einungis verið Brittanny Dinkins sem vann leikinn fyrir Keflavík frekar en liðsheildin. Brittanny var með ótrúleg 51 stig í leiknum á meðan ekki einn einasti samherji hennar náði yfir 10 stig. Brittanny var ótrúleg í kvöld og fær vonandi frí á meðan Jón kemur til með að þræla samherja hennar út á æfingum á komandi dögum. Hún á ekkert annað skilið.Hverjir stóðu upp úr? Brittanny Dinkins stóð af sjálfsögðu upp úr með sín 51 stig en hún var þar að auki með 13 fráköst, flest allra í Keflavík og skoraði 5 þriggja stiga skot úr 10 skotum. Einnig hitti hún úr 10 af 11 vítaskotum. Hún var hreinlega fáránlega góð í þessum leik. Ef einhver kann betra lýsingarorð þá vil ég gjarnan heyra það. Hjá Blikum var það hinsvegar Kelly Faris sem átti sinn besta leik í búningi Blika til þessa en hún var öguð í kvöld og lenti í engum villu vandræðum en þar að auki skoraði hún 24 stig og tók 17 fráköst. Hún átti ekki skilið að vera í tapliðinu í kvöld.Hvað gekk illa? Keflavík spilaði ekki vel og hefði tapað þessum leik án nokkurs vafa ef Brittanny hefði ekki verið svona sjóðandi heit á öllum vígstöðum vallarins. Það var að lokum hinsvegar ekki nóg eftir í tankinum fyrir Blikaliðið en Margrét, þjálfari liðsins, spilaði nánast á sömu fimm leikmönnum liðsins allan leikinn. Einungis þrír varamenn komu við sögu af bekknum og tvær þeirra spiluðu minna en fimm mínútur en þriðja spilaði tíu mínútur. Bæði Kelly Faris og Björk Gunnarsdóttir spiluðu hverja einustu mínútu í kvöld. Brittanny gerði það reyndar líka hjá Keflavík enda var hún eini leikmaður liðsins sem var að spila á getu.Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir Stjörnuna eftir rúmlega viku en Keflavík fær KR í heimsókn.Jón vel með á nótunum í kvöld.vísir/daníelJón: Brittanny vann þennan leik – Ekki liðið „Hún vann þennan leik bara. Hún var ein í sókninni hjá okkur en hinar voru bara óvirkar. Hún getur ekki skorað 50 stig í hverjum einasta leik. Það segir sig sjálft að það þurfa fleiri að taka þátt,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í kvöld. Hann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu liðsins í heild sinni í kvöld. „Mjög mikil vonbrigði. Miðað við síðustu þrjá leiki þá er þetta held ég slakasti leikurinn af undanförnum sigrum. Blikar spiluðu af miklum dugnaði og ég hreinlega dáist af þessu liði,“ sagði Jón en Keflavík hefur nú unnið fjóra leiki í röð. En í ljósi vonbrigðana verður þá ekki tekið hart á því á æfingasvæðinu á komandi dögum? „Það er ekkert annað í boði.“Brittanny fagnar einni af fjölmörgum körfum sínum í kvöld.vísir/daníelBrittanny: Þessi sigur mun standa eða falla með mér „Ég er glöð. Ég legg hart að mér hvort sem það sé nótt eða dagur. Auðvitað er ekki auðvelt að vera ein að skora en við erum lið og ég er bara ánægð að þessi stig hafi gefið okkur sigur,“ sagði hetja Keflvíkinga en hún skoraði í kvöld 51 stig í sigri liðsins á Breiðablik. Brittanny tók nokkur ansi mikilvæg skot á lokasekúndunum og hitti nær alltaf og segir hún að það sé hluti af ábyrgðarhlutverki hennar. „Ég sagði við þjálfarann að þessi sigur mun standa eða falla með mér. Ég er leiðtogi í þessu liði og tek ábyrgðina,“ sagði Brittanny sem sagði að liðið hafði loks sýnt hvað var í þær spunnið á lokamínútum leiksins. „Við vorum undir allan leikinn og vorum ekki að spila okkar besta leik sóknarlega. Varnarlega vorum við ágæt. En þegar við hrukkum í gang þá kom leikgleðin okkar aftur.“Það var stuð í Kópavogi í kvöld.vísir/daníelMargrét: Erum svo fjandi nálægt því að vinna Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Breiðabliks, var stollt af liði sínu í lokin þrátt fyrir tap og vildi ekki kannast við að fáar skiptingar hefðu orðið liðinu að falli í 4. leikhluta. „Þær eru í góðu standi þó svo að Keflavík hafi kannski skipt aðeins meira en við. Það er kannski meiri breidd þar. Hann þurfti samt að aðlagast okkur en ekki öfugt og það kætti mig,“ sagði Margrét og hélt áfram. „Við erum alltaf svo fjandi nálægt því að vinna en að því sögðu þá held ég að það hafi verið vítanýtingin okkar sem varð okkur að falli.“ Að lokum vildi Margrét hrósa liðinu sínu en hún segir að enn sem fyrr vanti bara herslumuninn fyrir Blika að vinna sinn fyrsta leik í vetur. „Það fjaraði út á lokamínútunum en ég ætla að gefa stelpunum mínum hrós. Þær börðust frá fyrstu til síðustu mínútu og áttu mjög fínan leik heilt yfir en það vantar herslumuninn.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum