Gylfi á leið til London að hitta sérfræðing: „Framfarir á hverjum degi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2018 18:16 Allir Íslendingar vonast til þess að Gylfi verði klár sem fyrst enda styttist í HM. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, vonast til þess að hann hristi af sér meiðslin sem fyrst og komi sterkari og hraustari en aldrei fyrr. Gylfi, sem meiddist í leik Everton og Brighton, verður að öllum líkindum frá í sex til átta vikur. Talið er þó að hann verði klár þegar Ísland leikur á HM í Rússlandi í sumar en Gylfi var í viðtali á heimasíðu Everton í dag. „Þetta gengur vel og stöðugt að ná framförum á hverjum degi. Það hefur ekki komið neitt áfall. Ég er búinn að losna við hækjurnar og spelkuna og geng nánast venjulega,” sagði Gylfi. „Ég er að gera fullt af æfingum með sjúkraþjálfaranum. Svo er ég einnig að vinna í sundlauginni og ræktinni.” „Sjúkraliðið hefur verið frábært og haldið mér við efnið á síðustu vikum. Þeir vilja fá mig fljótt inn. Þeir eru mjög góðir og ekki bara sem sjúkraþjálfarar, þú þarft að njóta þess að vinna með fólkinu sem er í kringum þig." „Þetta gerir vinnuna í salnum auðveldari. Ég fer til London á þriðjudaginn að hitta sérfræðing og hann mun endurmeta stöðuna." Gylfi segir að svona meiðsli þarfnist þolinmæði og að þetta sé hluti af leiknum. Hann ætlar sér að koma hraustari sem aldrei fyrr til baka en Gylfi hefur skorað sex mörk í þeim 33 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Everton á tímabilinu. „Þetta er hörð vinna og ekki eins gott og að vera úti á æfingavelli að æfa. Þú getur skilið afhverju það er erfitt fyrir leikmenn sem glíma við langvarandi meiðsli að horfa á strákana fara út á æfingu á hverjum degi. Sem betur fer eru mín ekki langvarandi.” „Þetta er þó hluti af leiknum. Það ganga allir í gegnum meiðsli og þú verður að komast í gegnum þetta. Ég er ekki mjög þolinmóður ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vil klára hluti fljótt en ég veit að þetta tekur tíma og ég verð að vera þolinmóður.” „Líkaminn tekur sinn tíma og ég verð að hlusta á hann. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli á mínum ferli og vonandi mun ég koma sterkari og hraustari sem aldrei fyrr til baka,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00 Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39 Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, vonast til þess að hann hristi af sér meiðslin sem fyrst og komi sterkari og hraustari en aldrei fyrr. Gylfi, sem meiddist í leik Everton og Brighton, verður að öllum líkindum frá í sex til átta vikur. Talið er þó að hann verði klár þegar Ísland leikur á HM í Rússlandi í sumar en Gylfi var í viðtali á heimasíðu Everton í dag. „Þetta gengur vel og stöðugt að ná framförum á hverjum degi. Það hefur ekki komið neitt áfall. Ég er búinn að losna við hækjurnar og spelkuna og geng nánast venjulega,” sagði Gylfi. „Ég er að gera fullt af æfingum með sjúkraþjálfaranum. Svo er ég einnig að vinna í sundlauginni og ræktinni.” „Sjúkraliðið hefur verið frábært og haldið mér við efnið á síðustu vikum. Þeir vilja fá mig fljótt inn. Þeir eru mjög góðir og ekki bara sem sjúkraþjálfarar, þú þarft að njóta þess að vinna með fólkinu sem er í kringum þig." „Þetta gerir vinnuna í salnum auðveldari. Ég fer til London á þriðjudaginn að hitta sérfræðing og hann mun endurmeta stöðuna." Gylfi segir að svona meiðsli þarfnist þolinmæði og að þetta sé hluti af leiknum. Hann ætlar sér að koma hraustari sem aldrei fyrr til baka en Gylfi hefur skorað sex mörk í þeim 33 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Everton á tímabilinu. „Þetta er hörð vinna og ekki eins gott og að vera úti á æfingavelli að æfa. Þú getur skilið afhverju það er erfitt fyrir leikmenn sem glíma við langvarandi meiðsli að horfa á strákana fara út á æfingu á hverjum degi. Sem betur fer eru mín ekki langvarandi.” „Þetta er þó hluti af leiknum. Það ganga allir í gegnum meiðsli og þú verður að komast í gegnum þetta. Ég er ekki mjög þolinmóður ef ég á að vera hreinskilinn. Ég vil klára hluti fljótt en ég veit að þetta tekur tíma og ég verð að vera þolinmóður.” „Líkaminn tekur sinn tíma og ég verð að hlusta á hann. Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli á mínum ferli og vonandi mun ég koma sterkari og hraustari sem aldrei fyrr til baka,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00 Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39 Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Gylfi ein af stjörnum Sky sem gætu misst af HM Harry Kane, Neymar og Manuel Neuer eru einnig á listanum. 22. mars 2018 15:00
Allardyce vonar að Gylfi nái sér fyrr en áætlað er Gylfi Þór Sigurðsson gæti snúið aftur á fótboltavöllinn fyrr en áætlað var að mati Sam Allardyce, knattspyrnustjóra Everton. 15. mars 2018 10:39
Gylfi frá í sex til átta vikur: Tímabilið búið með Everton en hann nær HM Everton hefur staðfest það að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar ekki fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. 14. mars 2018 12:08