Íslenski torfbærinn öðlast nýtt líf sem lúxusgisting Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2018 20:45 Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér: Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér:
Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45
Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45
Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45